Körfubolti

Enn vinnur Houston

Tracy McGrady og félagar í Houston unnu 14. leik sinn í röð í nótt
Tracy McGrady og félagar í Houston unnu 14. leik sinn í röð í nótt Nordic Photos / Getty Images

Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar bar hæst að Houston vann 14. leikinn í röð þegar það lagði Memphis og er nú aðeins einum sigri frá félagsmetinu. Þá var 10 leikja sigurganga LA Lakers stöðvuð í Portland.

Houston lagði Memphis örugglega 116-95 og skoraði Tracy McGrady 25 stig fyrir Houston en Javaris Crittenton 22 stig fyrir Memphis.

Portland lagði Lakers 119-111 þar sem LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir Portland en Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers.

New Orleans lagði Utah á heimavelli 110-98. David West skoraði 25 stig og hirti 13 fráköst fyrir heimamenn og Mehmet Okur skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah.

Boston vann Charlotte 108-100. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston en Jason Richardson skoraði 30 fyrir Charlotte.

Dallas lagði Sacramento 115-106 þar sem Dirk Nowitzki skoraði 34 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas og Jason Kidd var með 21 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar, en þeir Kevin Martin og Beno Udrih voru með 25 stig hvor hjá Sacramento.

Cleveland lagði Minnesota 92-84 þar sem LeBron James var með 30 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Cleveland en Al Jefferson var með 22 stig og 10 fráköst hjá Minnesota.

Önnur úrslit í nótt:

Indiana - Toronto 122:111

Atlanta - New York 99:93

Washington - Chicago 97-91

Denver - LA Clippers 110-104

Golden State - Philadelphia 119-97

Miami - Seattle 103-93

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×