
Körfubolti
Brynjar bjargaði KR -Keflavík tapaði fyrir botnliðinu

Brynjar Björnsson forðaði Íslandsmeisturum KR frá kinnroða í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins í naumum 106-105 sigri á Stjörnunni í Iceland Express deild karla. Keflvíkingar voru ekki jafn heppnir og þurftu að sætta sig við tap gegn botnliði Hamars í Hveragerði 94-88.