Körfubolti

Keflavík lagði granna sína í framlengingu

Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld með 24 stig
Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld með 24 stig

Mikið fjör var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík situr á toppnum eftir 106-101 sigri á Grindavík á útivelli eftir framlengdan leik. Valsstúlkur unnu góðan útisigur á Haukum 66-61 en þó varð ljóst að liðið nær ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Mollly Peterman var atkvæðamest í liði Vals í sigrinum á Haukum í kvöld en hún skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir skoraði 15 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði 9 stig og hirti 15 fráköst. Hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 24 stig og Kiera Hardy skoraði 21 stig en hitti skelfilega úr skotum sínum.

KR vann Fjölni 74-64 og situr í þriðja sæti deildarinnar.

Nú er orðið ljóst að það verða Keflavík, Grindavík, KR og Haukar sem fara í úrslitakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×