Stefnir í stærstu Food og Fun hátíð frá upphafi 20. febrúar 2008 17:49 Landbúnaðar- og iðnaðarráðherra nutu kræsinga og félagsskaparins á blaðamannafundi hátíðarinnar í dag. MYND/Sigurjón Stærsta Food and Fun hátíðin frá upphafi fer af stað í kvöld og er þegar orðið margbókað á hvert boð á fjölmörgum þeirra fimmtán staða sem taka þátt í hátíðinni. „Ég taldi á fingrum annarrar handar að það væru komnir yfir sextíu kokkar til landsins sem sem taka þátt með einum og öðrum hætti," segir Siggi Hall, forsvarsmaður hátíðarinnar, en auk kokkanna eru fulltrúar 70 erlendra fjölmiðla í Reykjavík til að fjalla um hátíðina. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á Nýja norræna matargerðarlist. Hún er samstarfsverkefni Norðurlandaráðs sem leggur áherslu á að tengja fyrsta flokks matargerðarlist við hrein og fersk hágæðahráefni norðurslóða, sjálfbærni, heilsu, gildismat og menningu Norðurlanda. „Það þýðir ekki gamli hákarlinn og hrútspungarnir, eða sænskar kjötbollur," segir Siggi, og útskýrir að ætlunin sé að færa matargerðina til nútímans, og skapa henni aukinn veg erlendis. „Þessi tegund matreiðslu er þegar mjög vinsæl en við erum að gefa henni „identitet" segir Siggi, og bendir á að allir viti strax hvað við sé átt með Miðjarðarhafsmat, frönskum eða japönskum. Fjögurra rétta Food and Fun matseðill verður í boði á öllum stöðunum sem taka þátt, og auk þess verður sérstakur nýnorrænn matseðill á Vox. Það er svo sannarlegi ekki kjötbollur í brúnni eða hrútspungar í boði þar, en meðal þess sem kokkarnir þar galdra fram er humar vafinn í greni og ís með birki. Food and Fun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Stærsta Food and Fun hátíðin frá upphafi fer af stað í kvöld og er þegar orðið margbókað á hvert boð á fjölmörgum þeirra fimmtán staða sem taka þátt í hátíðinni. „Ég taldi á fingrum annarrar handar að það væru komnir yfir sextíu kokkar til landsins sem sem taka þátt með einum og öðrum hætti," segir Siggi Hall, forsvarsmaður hátíðarinnar, en auk kokkanna eru fulltrúar 70 erlendra fjölmiðla í Reykjavík til að fjalla um hátíðina. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á Nýja norræna matargerðarlist. Hún er samstarfsverkefni Norðurlandaráðs sem leggur áherslu á að tengja fyrsta flokks matargerðarlist við hrein og fersk hágæðahráefni norðurslóða, sjálfbærni, heilsu, gildismat og menningu Norðurlanda. „Það þýðir ekki gamli hákarlinn og hrútspungarnir, eða sænskar kjötbollur," segir Siggi, og útskýrir að ætlunin sé að færa matargerðina til nútímans, og skapa henni aukinn veg erlendis. „Þessi tegund matreiðslu er þegar mjög vinsæl en við erum að gefa henni „identitet" segir Siggi, og bendir á að allir viti strax hvað við sé átt með Miðjarðarhafsmat, frönskum eða japönskum. Fjögurra rétta Food and Fun matseðill verður í boði á öllum stöðunum sem taka þátt, og auk þess verður sérstakur nýnorrænn matseðill á Vox. Það er svo sannarlegi ekki kjötbollur í brúnni eða hrútspungar í boði þar, en meðal þess sem kokkarnir þar galdra fram er humar vafinn í greni og ís með birki.
Food and Fun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira