„Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna,“ segir forstjóri Kaupþings 30. janúar 2008 10:30 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm „Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sjá meira
„Eins og aðstæður eru núna sáum við ekki fram á að ná fram þeim samlegðaráhrifum sem við stefndum að," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en bankinn tilkynnti í morgun að hætt hefði verið við yfirtöku á hollenska bankanum NIBC. „Þetta var sameiginleg niðurstaða. Skynsamleg ákvörðun í ljósi aðstæðna," segir Hreiðar. Viðræður um möguleikann á því að hætta við yfirtökuna á NIBC hafi staðið yfir í nokkrar vikur, að hans sögn. Michael Enthoven, forstjóri NIBC, tekur í sama streng í samtali við fréttastofu Reuter í dag. Þar kemur sömuleiðis fram að hagnaður NIBC í fyrra hafi numið 91 milljón evra, jafnvirði 8,6 milljörðum íslenskra króna, en það er 62 prósenta samdráttur á milli ára. Þar kemur sömuleiðis fram að markaðsverðmæti skuldabréfavafninga NIBC hafi numið 7,2 milljörðum evra í byrjun síðasta árs en einungis 2,6 milljörðum í árslok. Það jafngildir 63 prósenta samdrætti á tólf mánuðum. Þessi hluti bankans fylgdi hins vegar ekki með í yfirtöku Kaupþings. Hreiðar segir að bankinn hafi horft til þess að lækka rekstrarkostnað og auka tekjur samstæðunnar. „Það hefði orðið erfitt að að ná því fram," segir Hreiðar og bætir við að bankinn muni eftirleiðis einbeita sér að eigin rekstri. Frekari fyrirtækjakaup eru ekki fyrirhuguð á næstunni. Tilkynnt var um yfirtöku Kaupþings á NIBC í júlí í fyrra. Kaupverð nam þremur milljörðum evra, jafnvirði 286 milljörðum íslenskra króna og hefði það orðið stærsta yfirtaka Íslandssögunnar ef af hefði orðið. Eftir því sem dregist hefur að tilkynna um lok viðskiptanna hafa ýmsar sögu farið á kreik, svo sem að kaupin hefðu orðið of stór biti fyrir bankann. Hreiðar Már vísar því á bug. Bankinn hafi aukið við eigið fé sitt vegna þeirra auk þess sem forgangsréttarútboð var fyrirhugað. Ekkert verður nú hins vegar af útboðinu auk þess sem ljóst er að bandaríska fjárfestingafélagið JC Flowers, stærsti eigandi NIBC, verður ekki einn af stærstu hluthöfum Kaupþings.Aðspurður um hugsanleg áhrif þess að hætt var við yfirtökuna segir Hreiðar Már gott að allri óvissu um hana hafi verið eytt. Sé það jákvætt og reikni hann með að skuldatryggingaálag íslensku viðskiptabankanna, sem hafi staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið, lækki í kjölfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sjá meira