Körfubolti

KR tapaði dýrmætum stigum gegn Val

Molly Peterman skoraði 35 stig fyrir Val í dag.
Molly Peterman skoraði 35 stig fyrir Val í dag. Mynd/Anton

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag. KR hefði getað komist á topp deildarinnar en tapaði fyrir Val á heimavelli.

Valur vann heldur stóran sigur á KR, 94-76, eftir að hafa verið með sex stiga forystu í hálfleik, 44-38.

Molly Peterman skoraði 35 stig fyrir Val og Signý Hermannsdóttir nítján.

Hjá KR var Monique Martin stigahæst með 26 stig og Helga Einarsdóttir var með fjórtán auk þess sem hún tók sautján fráköst í leiknum.

Valur er enn í fimmta sæti deildarinnar en er nú með tólf stig, átta stigum á eftir Haukum sem eru í fjórða sæti.

Eins og staðan er nú eru þrjú lið efst og jöfn með 24 stig - Keflavík, KR og Grindavík. Keflavík á þó leik til góða.

Þá vann Hamar nauman sigur á Fjölni í botnslag deildarinnar, 76-75.

Staðan í hálfleik var 41-34, Hamar í vil.

La K. Barkus var stigahæsti leikmaður Hamars með 37 stig og tólf fráköst. Hafrún Hálfdánardóttir kom næst með þrettán stig og níu fráköst.

Slavica Dimovska skoraði 32 stig fyrir Fjölni og Gréta Grétarsdóttir fimmtán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×