Fimm leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar KR skelltu Snæfelli í Stykkishólmi, ÍR lagði Njarðvík og Fjölnir lagði Hamar í uppgjöri botnliðanna.
Snæfell-KR 83-92
Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í sigrinum á Snæfelli. Hann skoraði 24 stig og hirti 9 fráköst og þá var Pálmi Freyr Sigurgeirsson fyrrum félögum sínum erfiður með 21 stig og 7 stoðsendingar.
Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 21 stig og Hlynur Bæringsson skoraði 20 stig og hirti 17 fráköst.
Þór Ak - Keflavík 72-88
Tommy Johnson skoraði 24 stig fyrir Keflavík í sigrinum á Þór og Bobby Walker 19, en þeir hirtu báðir 9 fráköst. Magnús Gunnarsson skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst.
Luka Marolt var atkvæðamestur hjá Þór með 28 stig og Cedric Isom skoraði 17 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.
ÍR-UMFN 90-86
Nate Brown skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst og Eiríkur Önundarson skoraði 16 stig.
Damon Bailey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík, Brenton Birmingham 15 og Friðrik Stefánsson 14.
Fjölnir-Hamar 77-74
Anthony Drejaj skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Fjölni, Kristinn Jónasson skoraði 19 stig og hirti 8 fráköst og Karlton Mims skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Roni Leimu var stigahæstur hjá Hamri með 16 stig og Nicholas King skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst.
KR-ingar eru því í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, fjórum minna en Keflavík. Grindavík er í þriðja sætinu með 18 stig og Skallagrímur og Njarðvík hafa 16 stig í 4.-5. sætinu.
Úrslit kvöldsins:
Snæfell-KR 83-92
ÍR-UMFN 90-86
Fjölnir-Hamar 77-74
Skallagrímur-Tindast 90-81
Þór A.-Keflavík 72-88