Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins verður í DHL-höllinni í vesturbænum þar sem KR tekur á móti Grindavík.
KR-ingar lögðu síðast Fjölni á útivelli en þeir gulklæddu unnu frábæran heimasigur á grönnum sínum í Keflavík. Jeremiah Sola leikur í kvöld sinn fyrsta leik með KR á tímabilinu en hann var fenginn til liðsins á dögunum til að fylla skarð fyrirliðans Fannars Ólafssonar sem er meiddur.
Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19:15.
Hamar - Skallagrímur
KR - Grindavík
Stjarnan - Fjölnir
Njarðvík - Þór Akureyri