Kotila: Verður vonandi lítið skorað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 14:07 Geof Kotila, þjálfari Snæfells. Mynd/Daníel Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum