Metrómaðurinn Malignaggi mætir Hatton um helgina 19. nóvember 2008 17:48 Paulie Malignaggi er klár í að mæta Hatton NordicPhotos/GettyImages Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina. Box Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina.
Box Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira