Metrómaðurinn Malignaggi mætir Hatton um helgina 19. nóvember 2008 17:48 Paulie Malignaggi er klár í að mæta Hatton NordicPhotos/GettyImages Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina. Box Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina. Hinn þrítugi Hatton mætir nú aftur til Bandaríkjanna þar sem hann tapaði eina bardaga sínum á ferlinum fyrir hinum ótrúlega Floyd Mayweather í fyrra. Andstæðingur hans um helgina er engin viðvaningur í greininni þó hann sé ansi skrautlegur og hefur hinn 27 ára gamli Malignaggi aðeins tapað einu sinni á ferlinum. Þeir tveir gætu líklega ekki verið ólíkari persónuleikar. Hatton er þekktur fyrir sína ofur-ensku Manchester siði. Þykir gott að fá sér kollu, lyfta sér upp og borða ruslfæði. Andstæðingur hans er metrómaður í ætt við David Bekcham, sleiktur og strokinn með furðulegar hárgreiðslur og fatasmekk á pari við Björk okkar Guðmundsdóttur. "Mér finnst enginn geta stöðvað mig og ekki láta ykkur bregða þó ég vinni sigur. En ekki búast við rothöggi. Ég er klókur boxari," sagði Malignaggi í samtali við breska sjónvarpið. Hatton hefur verið þjálfaður af engum öðrum en Floyd Mayweather eldri fyrir bardagann en Malignaggi gerir lítið úr því og segir ekki hægt að kenna gömlum hundi að sitja. Hatton segist hinsvegar í sínu besta formi og segist enn upp með sér yfir þvi hvað hann eigi marga trausta stuðningsmenn. "Ég var mikið að spá í það hvort ég hefði hungur í að halda áfram þegar ég byrjaði í æfingabúðunum, en svo small þetta og nú hefur mér ekki liðið betur í tvö eða þrjú ár. Það verður frábært að fá alla þessa stuðningsmenn með sér til Bandaríkjanna aftur, þrátt fyrir að sé kreppa og séu að koma jól," sagði Hatton. Bardagi þeirra fer fram á MGM í Las Vegas á laugardagskvöldið og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir bardagann með því að sýna eldri bardaga Hatton en bein útsending hefst um klukkan tvö um nóttina.
Box Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira