Luka Kostic er hættur þjálfun U17 og U21 landsliða Íslands í fótbolta. Í tilkynningu frá KSÍ segir að samkomulag hafi náðst um að endurnýja ekki ráðningarsamninga við hann sem renna út á þessu ári.
Luka Kostic náði m.a. þeim árangri að koma U17 liðinu í 8 liða úrslitakeppni EM árið 2007. Hinsvegar var árangur U17 og U21 landsliðsins á þessu ári ekki nægilega góður.
Stjórn KSÍ þakkar Luka fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.