Eiríkur Önundarson er hættur við að hætta og mun leika áfram með ÍR á næstu leiktíð. Ásamt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarþjálfari Jóns Arnars Ingvarssonar.
Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum sem komust í undanúrslit Íslandsmótsins á síðustu leiktíð.
