Á morgun verður uppljóstrað hér á Vísi hver er tíundi og síðasti knattspyrnumaðurinn sem á heima í hópi tíu bestu leikmanna landsins frá upphafi.
Níu manns hafa þegar verið kynntir til sögunnar og má sjá þá hér. Fyrir skömmu valdi sjö manna dómnefnd 20 manns sem lesendur Vísis gátu kosið um hverjir ættu heima á meðal þeirra tíu bestu.
Í sumar mun Stöð 2 Sport 2 sýna þætti um hvern og einn á þessum lista sem lítur svona út í dag:
Albert Guðmundsson
Arnór Guðjohnsen
Atli Eðvaldsson
Ásgeir Sigurvinsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Guðni Bergsson
Pétur Pétursson
Ríkharður Jónsson
Sigurður Jónsson
Þeir ellefu manns sem koma til greina sem síðasti maðurinn eru eftirtaldir:
Arnar Gunnlaugsson
Ellert B. Schram
Eyjólfur Sverrisson
Hermann Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson
Ingi Björn Albertsson
Jóhannes Eðvaldsson
Pétur Ormslev
Rúnar Kristinsson
Teitur Þórðarson
Þórólfur Beck