Körfuknattleikssambandið hefur ákveðið að hinn árlegi stjörnuleikur fari fram fyrir jól að þessu sinni og verður hann haldinn á Ásvöllum í Hafnarfirði þann 13. desember.
Í frétt á vef KKÍ kemur fram að troðkeppnin verði áfram á dagskrá en að nánari uppákomur á leiknum verði kynntar síðar.
Stjörnuleikurinn er viðureign sérstakra úrvalsliða í bæði karla- og kvennaflokki og er jafnan hin besta skemmtun og vettvangur fallegra tilþrifa.