Umhverfisstefna fyrir sjávarútveginn Árni Finnsson skrifar 14. júní 2008 00:01 Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun