Klitschko mætir Thompson annað kvöld 11. júlí 2008 17:52 Thompson og Klitschko horfast í augu á blaðamannafundi í Hamburg NordcPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi. Box Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi.
Box Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira