Víst voru þeir sviknir Guðni Ágústsson skrifar 6. júní 2008 00:01 Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, sendi mér tóninn í laugardagsblaðinu. Hrannar vænir mig um að fara með ósannindi og lætur að því liggja að slíkt leggi ég í vana minn. Sem betur fer bý ég við þá gæfu að fáir væna mig um það sem stjórnmálamann að fara með ósannindi eða hafa rangt við. Samfylkingin vissi hins vegar fyrir síðustu kosningar að samningur er samningur og við hann á að standa. Ég fór í minni eldhúsdagsræðu yfir þær fullyrðingar sem fulltrúar bæði aldraðra og öryrkja lögðu fyrir félagsmálanefnd Alþingis. Það sem enn fremur staðfestir brot ríkisstjórnarinnar á svonefndu Ásmundarsamkomulagi er það að Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það svo að það vanti átta til tíu þúsund krónur í umslög aldraðra og öryrkja um hver mánaðamót, eða um 3,6 milljarða á ári. Ég minnti þar Samfylkinguna á að ASÍ kann að reikna og hef engan heyrt vefengja það og alls ekki Samfylkinguna. Enda fór svo í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem ég átti við forsætisráðherra, að þeir Helgi Hjörvar alþingismaður og Ellert Schram viðurkenndu að í þessu máli væri brotalöm. Ég hvet þig, ágæti Hrannar, til þess að þið Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra eigið fund með ASÍ, þar sem kæmu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ, Helgi Hjálmarsson, formaður LEB, og Margrét Marteinsdóttir, formaður FEB. Gott væri einnig að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri á fundinn. Ekkert af þessu fólki tilheyrir því miður Framsóknarflokknum en þetta fólk myndi staðfesta allt það sem ég sagði um svikin á Ásmundarsamkomulaginu. Ágæti Hrannar. Lokaorð greinar þinnar um afrek Samfylkingarinnar á fyrsta ári hennar í ríkisstjórn ber vott um hroka og eru í ætt við áttatíu prósent vitleysuna hennar Ingibjargar Sólrúnar sem henti Geir H. Haarde að éta upp eftir henni. Lægstu laun á vinnumarkaði hækkuðu um 18 þúsund krónur í samningum í vetur en bætur almannatrygginga aðeins um 8-10 þúsund krónur í kjölfarið. Lífeyrisþegar telja þess vegna í dag að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafi svikið sig um kjarabætur og á ný valið sér annað viðmið til að spara peninga. Ég læt svo fylgja hér með hvert ríkisstjórnin getur sótt mörg önnur atriði sem koma öldruðum og öryrkjum til bóta. Þær niðurstöður sem við framsóknarmenn ásamt sjálfstæðismönnum staðfestum hinn 19. júlí 2006 í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í lok starfs Ásmundarnefndarinnar voru eftirfarandi: Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Einföldun bótakerfisins með fækkun og sameiningu bótaflokka. Lækkun skerðingar bóta vegna tekna maka. Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna bótaþega. Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Hækkun vasapeninga. Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyrisgreiðslur hækki við frestun á töku lífeyris. Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla færð frá stofnanaþjónustu. Fjármagn sem nú gengur til reksturs stofnana úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til uppbyggingar öldrunarstofnana. Verulega aukið fjármagn til framkvæmda og reksturs til átaks vegna biðlista eftir hjúkrunarrými. Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi framboð þjónustu- og öryggisíbúða. Ég bið svo Hrannar B. Arnarsson að spara stóru orðin og bera ekki á mig ósannindi. Ég skal glaður, ef félagsmálaráðherra kýs svo, vera gestur á þessum morgunfundi þar sem þetta fólk sem ég hef nefnt hér mun bæði reikna út sinn skerta hlut og segja satt.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun