KR-ingar urðu í dag bikarmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik á Laugardalsvelli, 1-0.
Fögnuður KR-inga var mikill í leikslok en það eru fimm ár síðan að félagið vann síðast einn af stóru titlunum. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í blálok leiksins sem var annars fremar bragðdaufur.
Sigurgleðin var hins vegar ósvikin og má hér sjá myndir af fagnaðarlátunum.