Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík 1. nóvember 2008 14:08 Einar Árni var ánægður með sigurinn í Keflavík í gær "Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni. Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
"Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær. Blikarnir höfðu forystu eftir fyrsta leikhluta og lögðu grunninn að sigrinum með því að vinna þann þriðja með 10 stigum, en Kópavogsliðið vann reyndar alla fjóra leikhlutana. Nemanja Sovic var frábær í liði Blika og skoraði 41 stig og hirti 12 fráköst, en það var ekki síst fyrir frábæra þriggja stiga skotnýtingu sem Blikarnir höfðu sigur. Þeir settu niður 14 af 26 þristum sínum í leiknum sem gerir tæplega 54% nýtingu. Keflvíkingar hirtu fleiri fráköst og hittu betur innan teigs, en settu aðeins 6 af 26 langskotum sínum niður. "Þetta var fyrst og fremst að þakka góðu hugarfari leikmanna. Keflavík spilar mjög góðan varnarleik en við töldum okkur hafa búið okkur vel undir það. Svo var góður árangur okkar í langskotunum okkar að gera þeim erfitt fyrir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir, bæði gegn pressu og á hálfum velli. Fyrst og síðast var þetta samt að þakka frábæru hugarfari," sagði Einar Árni í samtali við Vísi. Nýliðum Blika var spáð falli fyrir leiktíðina en þeir hafa náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum. Einar er nokkuð sáttur við stöðuna í byrjun móts en bendir á að mikið sé eftir af deildakeppninni. "Það er auðvitað fínt að fara til Keflavíkur og ná í sigur og ef mér hefði verið sagt að ég ætti eftir að ná í tvo sigra í fjórum fyrstu leikjunum þar sem KR og Keflavík væru á meðal andstæðinga okkar - hugsa ég að ég hefði tekið því," sagði Einar Árni. "Við megum ekkert tapa okkur í þessu þó þetta hafi verið fín úrslit og hugsum fyrst og fremst um að reyna að ná í næstu tvö stig," sagði Einar. Næsti leikur Blika verður á mánudagskvöldið þar sem ÍR-ingar koma í heimsókn, en þar verður væntanlega hörkuleikur á ferðinni þar sem Breiðhyltingar eiga enn eftir að ná í sín fyrstu stig í deildinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira