Hatton var bara boxpúði 20. nóvember 2008 17:03 Mayweather eldri og Hatton NordcPhotos/GettyImages Þjálfarinn Floyd Mayweather eldri segir breska hnefaleikarann Ricky Hatton hafa tekið stórstígum framförum undir sinni stjórn á síðustu vikum. Það vakti furðu margra þegar Hatton fékk faðir og þjálfara Floyd Mayweather yngri til að þjálfa sig fyrir næsta bardaga sinn, en Mayweather er eini maðurinn sem Hatton hefur tapað fyrir á ferlinum. Hatton mætir Paulie Malignaggi í Las Vegas á laugardagskvöldið í bardaga sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport og Mayweather er upp með sér yfir því hve miklar framfarir hann hefur séð hjá Manchester manninum. "Ég get þjálfað hvern sem er, en Ricky er til í að læra það sem ég er að kenna honum. Ég er að reyna að finna réttu blönduna. Hann er grimmur en ég er líka að reyna að kenna honum að vera klókur og sætta sig ekki við að fá á sig þrjú högg fyrir hvert sem hann slær sjálfur," sagði Mayweather. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki haft mikið álit á Englendingnum þegar hann barðist við son hans fyrir ári. "Ég sagði þá að hann væri ekki annað en boxpúði og ég tek það ekki til baka. Það sáu það allir sem fylgdust með bardaganum. En núna er hann farinn að hreyfa höfuðið meira og andstæðingarnir eiga erfiðara með að hitta hann," sagði Mayweather. Venju samkvæmt fór hann ekki fögrum orðum um andstæðinginn. "Malignaggi er í mjög vondum málum. Ég get ekkert gott sagt um hann. Hann getur vissulega hlaupið, en ég held að það sé veikleiki hans. Höggin hans eru veik og það er ekki eins og Ricky muni bólgna ef hann fær högg frá honum," sagði Mayweather. Box Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Þjálfarinn Floyd Mayweather eldri segir breska hnefaleikarann Ricky Hatton hafa tekið stórstígum framförum undir sinni stjórn á síðustu vikum. Það vakti furðu margra þegar Hatton fékk faðir og þjálfara Floyd Mayweather yngri til að þjálfa sig fyrir næsta bardaga sinn, en Mayweather er eini maðurinn sem Hatton hefur tapað fyrir á ferlinum. Hatton mætir Paulie Malignaggi í Las Vegas á laugardagskvöldið í bardaga sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport og Mayweather er upp með sér yfir því hve miklar framfarir hann hefur séð hjá Manchester manninum. "Ég get þjálfað hvern sem er, en Ricky er til í að læra það sem ég er að kenna honum. Ég er að reyna að finna réttu blönduna. Hann er grimmur en ég er líka að reyna að kenna honum að vera klókur og sætta sig ekki við að fá á sig þrjú högg fyrir hvert sem hann slær sjálfur," sagði Mayweather. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki haft mikið álit á Englendingnum þegar hann barðist við son hans fyrir ári. "Ég sagði þá að hann væri ekki annað en boxpúði og ég tek það ekki til baka. Það sáu það allir sem fylgdust með bardaganum. En núna er hann farinn að hreyfa höfuðið meira og andstæðingarnir eiga erfiðara með að hitta hann," sagði Mayweather. Venju samkvæmt fór hann ekki fögrum orðum um andstæðinginn. "Malignaggi er í mjög vondum málum. Ég get ekkert gott sagt um hann. Hann getur vissulega hlaupið, en ég held að það sé veikleiki hans. Höggin hans eru veik og það er ekki eins og Ricky muni bólgna ef hann fær högg frá honum," sagði Mayweather.
Box Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira