Sameiningin átti að afstýra algjöru hruni 29. október 2008 00:01 Forsíða Fréttablaðsins 29. september og lokaglæra kynningar Landsbankans Geir H. Haarde, forsætisráherra, var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var, samkvæmt heimildum Markaðarins, á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni, meðal annars með þeim rökstuðningi að bankinn væri í raun gjaldþrota. Landsbankamenn sögðu þá Geir meðal annars frá því að samruni Glitnis, í þáverandi mynd, og Landsbankans, væri að þeirra mati, líklegasta leiðin til að tryggja kerfislegan stöðugleika og alþjóðlega fjármögnun. Fram kemur í glærukynningu á hugmyndum Landsbankamanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum og fullyrt er að hafi verið farið yfir með forsætisráðherra, að Glitnir væri, þrátt fyrir aðkomu ríkisins, mjög veikburða, bæði með tilliti til eigin fjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkisins, sem nam 600 milljónum evra, dugi vart til að jafna beint tap Glitnis og þar með veikari stöðu eigin fjár bankans. Því þyrfti ríkissjóður að útvega Glitni verulegt lausa- og eigið fé til viðbótar við það sem þá hafði verið rætt um, 600 milljónir evra, eða sem þá nam 90 milljörðum króna. Því væri ljóst, sögðu Landsbankamenn, að áhætta á verulegum kerfisvanda í íslenska bankakerfinu, væri enn til staðar. Landsbankamenn sögðu við forsætisráðherra að sameining bankanna, í einn banka með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkissjóðs, myndi styrkja fjármögnunargrundvöll hans til frambúðar og bæta samkeppnisstöðu hans, líka með tilliti til Icesave-reikninganna. Fram kom í kynningu Landsbankamanna að samanlagt tap af yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni næmi 170 milljörðum króna. Þeir lögðu til að ríkið legði sem þá nam 100 milljörðum króna til viðbótar inn í Glitni. Þá yrðu Landsbankinn og Straumur sameinaðir. Síðan yrðu Landsbankinn og Glitnir sameinaðir. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent, Samson, félag Björgólfsfeðga, ætti 22,4. Aðrir hluthafar Landsbankans ættu tæp 20 prósent en hluthafar í Straumi tæp 13 prósent. Hluthafar í gamla Glitni, hverra hlutur hafði minnkað verulega við yfirtöku ríkisins, ættu tæp sex prósent. Markaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráherra, var kynnt ítarleg áætlun að kvöldi 29. september, um hvernig afstýra mætti kerfisfalli íslenskra banka, með þátttöku ríkisins í sameiningu banka. Þetta var, samkvæmt heimildum Markaðarins, á fundi með Björgólfi Thor Björgólfssyni, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Árnasyni. Á þessum tíma hafði íslenska ríkið nýtekið yfir 75 prósenta hlut í Glitni, meðal annars með þeim rökstuðningi að bankinn væri í raun gjaldþrota. Landsbankamenn sögðu þá Geir meðal annars frá því að samruni Glitnis, í þáverandi mynd, og Landsbankans, væri að þeirra mati, líklegasta leiðin til að tryggja kerfislegan stöðugleika og alþjóðlega fjármögnun. Fram kemur í glærukynningu á hugmyndum Landsbankamanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum og fullyrt er að hafi verið farið yfir með forsætisráðherra, að Glitnir væri, þrátt fyrir aðkomu ríkisins, mjög veikburða, bæði með tilliti til eigin fjár og lausafjár. Hlutafjárframlag ríkisins, sem nam 600 milljónum evra, dugi vart til að jafna beint tap Glitnis og þar með veikari stöðu eigin fjár bankans. Því þyrfti ríkissjóður að útvega Glitni verulegt lausa- og eigið fé til viðbótar við það sem þá hafði verið rætt um, 600 milljónir evra, eða sem þá nam 90 milljörðum króna. Því væri ljóst, sögðu Landsbankamenn, að áhætta á verulegum kerfisvanda í íslenska bankakerfinu, væri enn til staðar. Landsbankamenn sögðu við forsætisráðherra að sameining bankanna, í einn banka með sterkt eiginfjárhlutfall og aðild ríkissjóðs, myndi styrkja fjármögnunargrundvöll hans til frambúðar og bæta samkeppnisstöðu hans, líka með tilliti til Icesave-reikninganna. Fram kom í kynningu Landsbankamanna að samanlagt tap af yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni næmi 170 milljörðum króna. Þeir lögðu til að ríkið legði sem þá nam 100 milljörðum króna til viðbótar inn í Glitni. Þá yrðu Landsbankinn og Straumur sameinaðir. Síðan yrðu Landsbankinn og Glitnir sameinaðir. Eftir þetta ætti ríkið ráðandi hlut í bankanum, 37,3 prósent, Samson, félag Björgólfsfeðga, ætti 22,4. Aðrir hluthafar Landsbankans ættu tæp 20 prósent en hluthafar í Straumi tæp 13 prósent. Hluthafar í gamla Glitni, hverra hlutur hafði minnkað verulega við yfirtöku ríkisins, ættu tæp sex prósent.
Markaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent