Svona eiga toppslagir að vera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 22:52 LaKiste Barkus hjá Hamri reynir hér að brjóta sér leið í gegn um vörn Hauka "Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
"Svona eiga toppslagir að vera," sagði sigurreifur þjálfari Haukanna, Yngvi Gunnlaugsson, í leiksloka á 76-73 sigri liðsins á Hamar í uppgjöri efstu liðanna í Iceland Expresss deild kvenna. Haukaliðið er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og hefur tveggja stiga forskot á Keflavík og Hamar sem koma í næstu sætum. Það var Slavica Dimovska sem tryggði Haukum dramatískan sigur með flautukörfu langt fyrir utan þriggja stiga línuna. "Hamarsliðið sýndi það að öll þessi umfjöllun sem liðið er búið að fá er lofsins verð og þær eiga hana svo sannarlega skilið," segir Yngvi en núna eru Haukarnir komnir á toppinn. "Við erum búin að læða okkur upp töfluna í skugga Hamars," segir Yngvi sem setti upp skot fyrir fyrirliðann Kristrúnu Sigurjónsdóttur í lokin þrátt fyrir að hún hafi ekki verið búin að setja niður þriggja stiga skot í leiknum. "Við settum upp kerfi og Kristrún setti niður þristinn sem var akkúrat það sem átti að gerast. Slavica nær síðan boltanum og áttar sig ekki hvað mikið er eftir en ég rak hana áfram og hún tók skotið. Þetta er svona skot þar sem 1 af hverju 10 fara rétta leið," sagði Yngvi brosandi í leikslok. Yngvi er ánægður með lykilmenn sína, Slavicu Dimovsku og Kristrúnu Sigurjónsdóttur. "Ég er með tvær bestu þriggja stiga skytturnar á landinu í Slavicu og Kristrúnu. Slavica sýndi mátt sinn og megin. Hún var frábær og hjálpar liðinu mikið. Kristrún er þvílíkur leiðtogi og búin að sýna það að hún er hungruð. Kristrún sem búin að sýna hollustu í Haukum og vonandi getum við sýnt henni sömu hollustu á móti með því að halda okkur á toppnum," sagði Yngvi sem var útkeyrður eftir leik enda tók hann mikið á þar sem lið hans skiptist á að komast yfir og lenda undir. "Ég er alveg búin á því en svona eiga toppleikir að vera. Mikið er ég fegin að vera sigurmegin núna en maður veit aldrei hvenær maður er tapmegin," sagði Yngvi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira