Tólf spor í rétta átt Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun