Magnús: Get varla beðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 16:26 Magnús Þór Gunnarsson í leik með Keflavík. Víkurfréttir/Jón Björn Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. ÍR byrjaði á því að vinna fyrstu tvo leikina í einvíginu heldur óvænt en Keflavík, sem eru deildarmeistarar, svöruðu með tveimur sigurleikjum í röð. Það er því komið að oddaleiknum í kvöld. „Stemningin er góð og ég get varla beðið,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Þetta verður örugglega jafn og spennandi leikur þar sem bæði lið eiga eftir að mæta grimm til leiks. Það vill enginn fara í sumarfrí í kvöld.“ Hann segir að Keflvíkingar muni ekki verða of sigurvissir þrátt fyrir tvo sigurleiki í röð. „Nei, alls ekki. Við munum vel eftir fyrstu tveimur leikjunum. Það sem við þurfum að gera er að mæta af krafti í þennan leik. Við þurfum ekkert að hugsa um andstæðinginn, heldur bara einbeita okkur að okkar leik.“ Hann segir að sterk áhersla verði að stoppa ÍR-ingana Nate Brown og Hreggvið Magnússon. „Ef það tekst þá vinnum við leikinn. Við þurfum að láta þá vera með lélega skotnýtingu og þurfum auðvitað að hitta vel sjálfir.“ „En það er alltaf sagt að vörnin vinni titla. Það er því aðalmálið að spila góða vörn og vera samtaka í okkar varnarleik.“ Hann efast þó ekki um að ÍR-ingar séu búnir að undirbúa sig vel fyrir leikinn og að þeir hafi skoðað vel hvað fór úrskeðis hjá þeim í síðustu leikjum. „En ég held að þeir ráði ekki við varnarleikinn okkar. Ef við spilum góða vörn þá skiptir ekki máli hversu gott hitt liðið er í sínum sóknarleik.“ Magnús býst þó sem fyrr segir við spennandi viðureign enda munu bæði lið gefa allt sitt í leikinn. „Það eru forréttindi fyrir þessi tvö lið að fá að spila oddaleik sem þennan því það eru ekki allir sem fá að taka þátt í þessu. Ég vona því að húsið verði troðfullt í kvöld og yfir þúsund manns á leiknum eins og var alltaf í gamla daga.“ Dominos-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. ÍR byrjaði á því að vinna fyrstu tvo leikina í einvíginu heldur óvænt en Keflavík, sem eru deildarmeistarar, svöruðu með tveimur sigurleikjum í röð. Það er því komið að oddaleiknum í kvöld. „Stemningin er góð og ég get varla beðið,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Þetta verður örugglega jafn og spennandi leikur þar sem bæði lið eiga eftir að mæta grimm til leiks. Það vill enginn fara í sumarfrí í kvöld.“ Hann segir að Keflvíkingar muni ekki verða of sigurvissir þrátt fyrir tvo sigurleiki í röð. „Nei, alls ekki. Við munum vel eftir fyrstu tveimur leikjunum. Það sem við þurfum að gera er að mæta af krafti í þennan leik. Við þurfum ekkert að hugsa um andstæðinginn, heldur bara einbeita okkur að okkar leik.“ Hann segir að sterk áhersla verði að stoppa ÍR-ingana Nate Brown og Hreggvið Magnússon. „Ef það tekst þá vinnum við leikinn. Við þurfum að láta þá vera með lélega skotnýtingu og þurfum auðvitað að hitta vel sjálfir.“ „En það er alltaf sagt að vörnin vinni titla. Það er því aðalmálið að spila góða vörn og vera samtaka í okkar varnarleik.“ Hann efast þó ekki um að ÍR-ingar séu búnir að undirbúa sig vel fyrir leikinn og að þeir hafi skoðað vel hvað fór úrskeðis hjá þeim í síðustu leikjum. „En ég held að þeir ráði ekki við varnarleikinn okkar. Ef við spilum góða vörn þá skiptir ekki máli hversu gott hitt liðið er í sínum sóknarleik.“ Magnús býst þó sem fyrr segir við spennandi viðureign enda munu bæði lið gefa allt sitt í leikinn. „Það eru forréttindi fyrir þessi tvö lið að fá að spila oddaleik sem þennan því það eru ekki allir sem fá að taka þátt í þessu. Ég vona því að húsið verði troðfullt í kvöld og yfir þúsund manns á leiknum eins og var alltaf í gamla daga.“
Dominos-deild karla Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira