Norska úrvalsdeildarfélagið Viking hefur ákveðið að semja ekki við Davíð Þór Viðarsson, leikmann FH.
Davíð Þór var til reynslu hjá félaginu í vikunni en það er í annað skipti sem hann æfir með félaginu. Síðast var það árið 2002.
„Við metum ástandið svo að við erum með aðra leikmenn í sömu stöðu og Davíð spilar sem við viljum halda okkur við," sagði Egil Östenstad, yfirmaður íþróttamála hjá Viking, í samtali við Aftenbladet í Noregi.
