Körfubolti

Bryant sökkti meisturunum í seinni hálfleik

Kobe Bryant og Pau Gasol fóru fyrir Lakers í nótt
Kobe Bryant og Pau Gasol fóru fyrir Lakers í nótt NordcPhotos/GettyImages

LA Lakers hefur tekið 1-0 forystu í einvíginu við meistara San Antonio í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Kobe Bryant skoraði 25 af 27 stigum sínum í síðari hálfleik og fór fyrir mikilli endurkomu Lakers, sem voru á tíma 20 stigum undir á heimavelli.

Lakers hafði betur 89-85 og karfa Bryant þegar 24 sekúndur voru til leiksloka fóru langt með að tryggja sigurinn.

San Antonio liðið hafði verið að leika mjög vel í fyrri hálfleiknum, en tapaði fjórða leikhlutanum í nótt 24-13 og sprakk í lokin.

Tim Duncan skoraði 30 stig og hirti 18 fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Kobe Bryant skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 19 stig. 

Tölfræði leiksins

"Kobe var að þreyfa fyrir sér og láta félaga sína um þetta í fyrri hálfleiknum. Svo mætti hann í vinnuna í þeim síðari. Það er erfitt að kyngja þessu tapi af því við misnotuðum gott tækifæri til að vinna," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio.

Kobe Bryant sagði endurkomu á borð við þessa á móti meisturunum sýna hvað býr í ungu Lakers-liðinu.

"Ég veit að ég get alltaf tekið smá rispu og ég vissi að ég gæti komið okkur inn í þennan leik. Við vorum dálítið ryðgaðir í fyrri hálfleik, en betri í þeim síðari. Það er frábært fyrir svona ungt lið að koma svona til baka gegn meisturunum," sagði Kobe Bryant. 

Annar leikur liðanna fer einnig fram í Los Angeles og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld.

NBA Bloggið á Vísi 

 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×