Calzaghe og Jones mætast í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2008 14:04 Calzaghe og Jones eru hinir mestu mátar en hér stilla þeir sér upp fyrir ljósmyndara í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt. Box Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum. Calzaghe er ósigraður í 45 bardögum og ætlar að hætta eftir bardagann í kvöld. Honum er því mikið í mun að sigra Jones sem hefur af mörgum verið talinn einn besti hnefaleikakappi heims síðasta áratugs. Þeir stigu á vigtina í gær og voru báðir 174 og hálft pund að þyngd en efri mörkin fyrir léttþungavigt eru 175 pund. „Ég er mjög spenntur," sagði Calzaghe. „Þetta verður frábær bardagi. Madison Square Garden er frábær staður og þetta verður mikil sýning. Eftir bardagann verð ég enn ósigraður - 46 sigrar og ekkert tap." „Þetta verður besti bardagi ársins. Þið megið styðja ykkar mann en Roy Jones er mættur aftur," sagði Jones. Hann var einnig ósigraður þar til hann mætti Antonio Tarver öðru sinni í maí árið 2005 en hann hafði unnið Tarver í nóvember árið áður. Næst tapaði hann fyrir Glen Johnson frá Jamaíku og svo aftur fyrir Tarver í byrjun október 2005. Síðan þá hefur Jones hins vegar komið sér aftur á rétta braut og vann hann sigur á Felix Trinidad í janúar síðastliðnum. Calzaghe er sem fyrr segir ósigraður á ferlinum. Árið 1997 skaust hann á stjörnuhimininn þegar hann vann WBO-heimsmeistaratignina í ofurmillivigt af Chris Eubank og hélt henni í tíu ár. Hann afsalaði sér tigninni í fyrra þegar hann ákvað að færa sig upp í léttþungavigt. Síðasti bardagi hans í ofurmillivigt var gegn Dananum Mikkel Kessler í nóvember í fyrra þar sem allir þrír heimsmeistaratitlarnir voru lagðir undir. Hann mætti Bernard Hopkins í apríl síðastliðnum og vann þá sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt.Klukkan 23.35 verður bardagi Jones gegn Felix Trinidad sýndur á Stöð 2 Sporti. Að honum loknum taka við þáttaröð sem var gerð um undirbúning bardagans í kvöld en bein útsending hefst klukkan 02.00 í nótt.
Box Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Haukar á toppinn Sport Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira