Breiðablik hefur fengið liðstyrk fyrir næsta leiktímabil í Iceland Express-deildinni en Hjalti Vilhjálmsson hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið.
Hjalti kemur frá Fjölni en Grafarvogsliðið féll á síðasta tímabili.
„Það voru Breiðablik og ÍR sem komu til greina hjá mér en ég ætlaði ekki út úr Reykjavík þar sem ég er hér í háskólanámi. Það var svo dúkurinn í Seljaskóla sem gerði útslagið og ég valdi Breiðablik," sagði Hjalti í viðtali við vefsíðuna karfan.is.
Hörður Vilhjálmsson, bróðir Hjalta, gekk á dögunum í raðir Keflavíkur.