Nú hafa sjö knattspyrnumenn verið kynntir til sögunnar í niðurstöðu kjörs tíu bestu leikmanna Íslands frá upphafi.
Í dag var Guðni Bergsson nefndur en enn á eftir að nefna þrjá til viðbótar. Í sumar verða sýndir sérstakir þættir um tíu bestu knattspyrnumenn þjóðarinnar á Stöð 2 Sporti.
Hinir þrír verða kynntir á næstu dögum en einn er kynntur á hverjum degi. Hér má sjá hvaða sjö knattspyrnumenn hafa þegar verið nefndir í hópi tíu bestu leikmanna Íslands frá upphafi.