Velkomin til Íslands Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. september 2008 05:45 Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skagamenn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstaklingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynslan staðfestir að þeir hafa undantekningalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetningu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flóttamenn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. - Höfundur er alþingismaður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun