Rafmögnuð spenna í vesturbænum 9. desember 2007 21:34 Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn