Bubbi: Tvímælalaust bardagi ársins 6. desember 2007 15:25 Bubbi Morthens á von á frábærum bardaga um helgina Mynd/Gva Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins Box Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins
Box Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira