Bubbi: Tvímælalaust bardagi ársins 6. desember 2007 15:25 Bubbi Morthens á von á frábærum bardaga um helgina Mynd/Gva Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins Box Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins
Box Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira