Ívar: Skoðun annarra snertir mig lítið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 14:26 Ívar Ingimarsson í sínum síðasta landsleik á Laugardalsvelli, gegn Lettum í síðasta mánuði. Mynd/Daníel Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum." Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Ívar Ingimarsson segir í viðtali við Vísi að hann hafi ákveðið að hætta að gefa kost á sér í landsliðið þar sem hann vildi ekki setja sína atvinnu í hættu. Þegar Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta leikmannahóp var Ívar Ingimarsson ekki í hópnum. Ólafur sagði þá að Ívar hefði tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu eftir að núverandi undankeppni lýkur. „Það er ekkert dramatískt sem liggur að baki þessari ákvörðun minni," sagði Ívar. „Ég hef verið að hugsa um mín mál og fyrir nokkru síðan tók ég þá ákvörðun að þessi undankeppni yrði mín síðasta." Aðspurður um hvort að árangur landsliðsins eða meint agaleysi innan liðsins hafi haft áhrif á sína ákvörðun sagði hann svo ekki vera. „Ég ætla ekki mér ekki að ræða um hvernig hlutirnir eru í landsliðinu. Forráðamenn landsliðsins verða að svara því," sagði hann. Ívar efaðist líka um að ákvörðun hans væri önnur ef gengi landsliðsins væri annað og betra. „Það gæti verið að það hefði þá verið erfiðara að taka þessa ákvörðun. Ég er samt ekki svo viss um það." Ívar leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Reading en tveir af þeim fimm íslensku leikmönnum sem leika í þeirri deild hafa tekið þá ákvörðun að hætta með landsliðinu. Þó er gríðarlegur fjöldi af leikmönnnum í deildinni sem spila með landsliðinu sínu reglulega. „Þessi ákvörðun er tekin út frá mínu persónulega sjónarmiði. Vissulega spila fullt af leikmönnum með sínum landsliðum en ég get ekki tekið mínar ákvarðanir út frá þeim. Ég verð sjálfur að ákveða hvað er rétt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég vil frekar einbeita mér að minni vinnu og þegar frítími gefst til vil ég eiga þann möguleika að geta farið í frí með minni fjölskyldu. Þetta er jú mín atvinna og ég var ekki tilbúinn að setja hana í hættu." Hann segir að mönnum sé vitanlega frjálst að hafa sína skoðun á sinni ákvörðun. „Hvað öðrum finnst snertir mig þó mjög lítið." Ívar segir að mikið álag fylgir því að leika í ensku úrvalsdeildinni. „Þeir sem hafa fylgst með mínum ferli í gegnum árin vita að ég hef spilað gríðarlega mikið af leikjum á hverju ári, allt að 50-55 leiki á tímabili. Það hefur tekið bæði mig og félagið langan tíma að komast í ensku úrvalsdeildina og tel ég að ég þurfi á því að halda að vera 100% klár í hvern einasta leik. Einu fríin sem leikmenn fá í deildinni eru landsleikjafríin og ég taldi mig þurfa á þeim tíma að halda til að halda mér í góðu standi." Eftir síðustu landsleikjatörn, er Ísland lék við Lettland og Liechtenstein, datt Ívar úr byrjunarliði Reading og komst ekki í byrjunarliðið á ný fyrr en í síðasta leik. Ívar hefur þó ekki af áhyggjur af stöðu sinni hjá Reading. „Það ríkir mikil samkeppni um stöður í byrjunarliðinu og maður verður að standa sig í hverjum einasta leik til að halda sínu sæti sem eðlilegt er. Ég hef hug á að taka áfram þátt í toppbaráttu með Reading í einhver ár í viðbót." Hann segist sáttur við að kveðja landsliðið á þessum tímapunkti. „Ég hef nú leikið bæði með yngri landsliðum Íslands og A-landsliðinu í fjórtán ár og hefur sá tími gefið mér mjög mikið. Ég hef kynnst fullt af góðu fólki og eignast mikið af góðum vinum. En ég græt ekki yfir því að ég sé hættur með landsliðinu. Það kemur að þessu á endanum hvort eð er. Eftir nokkur ár hætti ég sem atvinnumaður í fótbolta og þá tekur eitthvað annað við. Þetta er bara gangurinn sem fylgir því að vera í íþróttum."
Íslenski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira