Vigfús Arnar Jósepsson hefur gengið í raðir Leiknismanna frá KR. Hann er ekki ókunnugur Leikni þar sem hann hefur í þrígang verið lánaður þangað frá KR.
Hann á að baki 41 leik með Leikni í deild og bikar, bæði í 1. og 2. deildinni. Vigfús var síðast nú í sumar lánaður til Leiknis og lék hann níu leiki með félaginu í 1. deildinni.
Vigfús á 20 leiki að baki með KR, þar af átján leiki í deild og bikar sumarið 2006.
Hann skoraði þrjú mörk með Leikni í sumar og hefur alls skorað níu mörk fyrir félagið en ekkert fyrir KR.