Enn mótmælt í Búrma Guðjón Helgason skrifar 31. október 2007 12:21 Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira