Geir: Árangurinn er ástæðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2007 18:39 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/E. Stefán Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ástæðan fyrir því að Eyjólfur Sverrisson hætti nú sem landsliðsþjálfari sé fyrst og fremst árangur liðsins undir hans stjórn. Stjórn KSÍ ákvað í dag að endurnýja ekki samning Eyjólfs sem rennur út á miðvikudaginn kemur. Geir hefur hins vegar alltaf sagt að Eyjólfur klári núverandi undankeppni sem lýkur ekki fyrr en 21. nóvember næstkomandi. „Ég veit að ég talaði um að hann myndi klára keppnina," sagði Geir við Vísi. „En þegar til kom var bara um tvo kosti að ræða. Annað hvort að hann hætti núna eða fengi samning út næstu keppni. Það var ekki vilji til þess og var einhugur innan stjórnar KSÍ um þessa ákvörðun." Vísir greindi frá því í gær að Eyjólfur hafi fyrir landsleik Íslands og Lettlands 12. október síðastliðinn beðið Eið Smára Guðjohnsen um að afsala sér stöðu fyrirliða og tilkynna þá ákvörðun sjálfur. Á það féllst Eiður ekki enda fannst honum að slík ákvörðun þyrfti að koma frá landsliðsþjálfaranum sjálfum. Eiður var svo fyrirliði gegn Lettum og svo aftur gegn Liechtenstein nokkrum dögum síðar, sem var síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Eyjólfs. „Ég held að við getum ekki velt fyrir okkur einkasamtölum þjálfara og leikmanna og hvað sé rétt og rangt í þeim efnum. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir hafa rætt um," sagði Geir. „Það er fyrst og fremst árangur landsliðsins inn á vellinum sem telur. Samstarf okkar við Eyjólf hefur verið gott en það er árangurinn sem telur. Við hefðum viljað fá fleiri stig í þessari undankeppni." Stjórn KSÍ hefur nú falið formanninum að ganga til viðræðna við nýjan þjálfara. „Þetta var bara að gerast í dag og ég veit ekki hvað næsta skref verður. Það verður bara að koma í ljós." Geir sagðist aðspurður ekkert geta sagt til um hvort að starf landsliðsþjálfara verði auglýst eða þá hvort að leitað verði að íslenskum eða erlendum þjálfara. Hann tók þó skýrt fram að Eyjólfur bæri ekki einn ábyrgð á gengi landsliðsins. „Það eru alls ekki þau skilaboð sem eiga að lesast úr þessu. Það er ekki verið að fría ábyrgð leikmannnana á árangrinum. En það er ólíkt með félagsliðum og landsliðum í þessum efnum, það er ekki hægt að skipta um leikmenn svo auðveldlega." Ísland hefur fengið átta stig í núverandi undankeppni og er með sjöundu verstu vörn allra þjóða sem taka þátt í undankeppni EM 2008. Undir stjórn Eyjólfs vann liðið Norður-Íra tvívegis og gerði jafntefli við Spánverja og Liechtenstein á heimavelli. Aðrir leikir hafa tapast en enn á eftir að leika gegn Dönum á útivelli. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36 Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01 Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að ástæðan fyrir því að Eyjólfur Sverrisson hætti nú sem landsliðsþjálfari sé fyrst og fremst árangur liðsins undir hans stjórn. Stjórn KSÍ ákvað í dag að endurnýja ekki samning Eyjólfs sem rennur út á miðvikudaginn kemur. Geir hefur hins vegar alltaf sagt að Eyjólfur klári núverandi undankeppni sem lýkur ekki fyrr en 21. nóvember næstkomandi. „Ég veit að ég talaði um að hann myndi klára keppnina," sagði Geir við Vísi. „En þegar til kom var bara um tvo kosti að ræða. Annað hvort að hann hætti núna eða fengi samning út næstu keppni. Það var ekki vilji til þess og var einhugur innan stjórnar KSÍ um þessa ákvörðun." Vísir greindi frá því í gær að Eyjólfur hafi fyrir landsleik Íslands og Lettlands 12. október síðastliðinn beðið Eið Smára Guðjohnsen um að afsala sér stöðu fyrirliða og tilkynna þá ákvörðun sjálfur. Á það féllst Eiður ekki enda fannst honum að slík ákvörðun þyrfti að koma frá landsliðsþjálfaranum sjálfum. Eiður var svo fyrirliði gegn Lettum og svo aftur gegn Liechtenstein nokkrum dögum síðar, sem var síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Eyjólfs. „Ég held að við getum ekki velt fyrir okkur einkasamtölum þjálfara og leikmanna og hvað sé rétt og rangt í þeim efnum. Ég hef bara ekki hugmynd um hvað þeir hafa rætt um," sagði Geir. „Það er fyrst og fremst árangur landsliðsins inn á vellinum sem telur. Samstarf okkar við Eyjólf hefur verið gott en það er árangurinn sem telur. Við hefðum viljað fá fleiri stig í þessari undankeppni." Stjórn KSÍ hefur nú falið formanninum að ganga til viðræðna við nýjan þjálfara. „Þetta var bara að gerast í dag og ég veit ekki hvað næsta skref verður. Það verður bara að koma í ljós." Geir sagðist aðspurður ekkert geta sagt til um hvort að starf landsliðsþjálfara verði auglýst eða þá hvort að leitað verði að íslenskum eða erlendum þjálfara. Hann tók þó skýrt fram að Eyjólfur bæri ekki einn ábyrgð á gengi landsliðsins. „Það eru alls ekki þau skilaboð sem eiga að lesast úr þessu. Það er ekki verið að fría ábyrgð leikmannnana á árangrinum. En það er ólíkt með félagsliðum og landsliðum í þessum efnum, það er ekki hægt að skipta um leikmenn svo auðveldlega." Ísland hefur fengið átta stig í núverandi undankeppni og er með sjöundu verstu vörn allra þjóða sem taka þátt í undankeppni EM 2008. Undir stjórn Eyjólfs vann liðið Norður-Íra tvívegis og gerði jafntefli við Spánverja og Liechtenstein á heimavelli. Aðrir leikir hafa tapast en enn á eftir að leika gegn Dönum á útivelli.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36 Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01 Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Eyjólfur hættur Stjórn Knattspyrnusamband Íslands samþykkti á fundi sínum í dag, 27. október, að endurnýja ekki ráðningarsamning við Eyjólf Sverrisson, þjálfara A-landsliðs karla í knattspyrnu sem rennur út þann 31. október næstkomandi. 27. október 2007 17:36
Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen. 26. október 2007 22:01
Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. 26. október 2007 18:48