Grindavík lagði KR í frábærum leik 18. október 2007 19:00 Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel 27, Jonathan Griffin 23, Þorleifur Ólafsson 17, Páll Kristinsson 14 og Adam Darboe 13. Stigahæstir hjá KR: Avi Fogel 21, Joshua Helm 21 og Jovan Zdravevski 16. Úrslit kvöldsins: Grindavík-KR 109-100 ÍR-Tindastóll 93-74 Þór A.-UMFN 73-101 Skallagrímur-Hamar 75-74 Lokatölur 109-100 fyrir Grindavík og fjörlegum og æsispennandi leik lokið hér í Grindavík. Frábær skemmtun. 20:50 - Þvílík tilþrif!!! Jonathan Griffin klárar leikinn fyrir Grindavík.Hann kom Grindavík í 105-99 með því að skjóta yfir Joshua Helm - varði svo þriggja stiga skot frá Helga Magnússyni glæsilega á hinum enda vallarins, stal boltanum og tróð honum með tilþrifum. Sigurinn í höfn hjá Grindavík! 20:48 - Grindvíkingar í vænlegri stöðu og hafa yfir 103-99 þegar aðeins 59 sekúndur eru eftir af leiknum. 20:47 - Grindavík leiðir 101-99 - ein og hálf mínúta eftir. 20:43 - 3 mínútur eftir og staðan jöfn 95-95. Allt á suðupunkti og áhorfendur heldur betur að taka við sér í Röstinni. 20:38 - KR tekur leikhlé. Fimm mínútur eftir af leiknum og KR hefur yfir 87-86. Spennan er að verða rosaleg hér í Grindavík. 20:33 - Gríðarleg barátta í byrjun fjórða leikhluta og lítið skorað. KR hefur yfir 83-81 og leikmenn farnir að spila mjög fast - og hittnin á sama hátt skelfileg hjá báðum liðum. 20:28 - Þriðja leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 80-79 og spennan farin að magnast verulega. Grindvíkingar fengu fimm stig í sömu sókninni skömmu fyrir lok leikhlutans og náðu að jafna eftir smá rispu frá KR. Lokaleikhlutinn hér verður rosalegur. 20:18 - Sveiflurnar halda áfram. Grindvíkingar komnir yfir 71-70 og um þrjár og hálf mínúta eftir af þriðja leikhlutanum. 20:11 - Sama spennan heldur áfram hér í Grindavík en nú eru gestirnir í KR að taka rispu og eftir að hafa verið stigi undir fyrir augnabliki eru þeir komnir yfir 70-65. Friðrik Ragnarsson er ekki sáttur við sína menn og tekur leikhlé. 19:56 - Hálfleikur. Grindvíkingar hafa yfir 57-56 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks hér í Grindavík. Heimamenn hafa verið skrefinu á undan lengst af leik og eins og lesa má út úr hálfleiksstöðunni er Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Hann lætur í það minnsta meira í sér heyra en Friðrik Ragnarsson, sem stendur stóískur á hliðarlínunni hjá Grindavík. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 14, Jonathan Griffin 11 og Þorleifur Ólafsson 8 stig. Stigahæstir hjá KR: Joshua Helm 15 stig, Avi Fogel 14 stig og Brynjar Björnsson 9 stig. 19:53 - Allt í járnum. Staðan 54-52 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir af hálfleiknum. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur eins og stigaskorið gefur til kynna. 19:42 - Átta stiga rispa Grindvíkinga. Heimamenn hafa skyndilega breytt stöðu mála og erum komnnir yfir 37-33 með góðri og hraðri spilamennsku. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tók leikhlé og skammaði sína menn fyrir varnarleikinn. 19:35 - Fyrsta leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 27-24. Heimamenn í Grindavík voru sterkari fyrstu mínúturnar í leiknum en gestirnir hafa tekið sig saman í andlitinu á síðustu mínútum. Brynjar Björnsson hefur hleypt fjöri í leik þeirra með innkomu sinni. Joshua Helm er stigahæstur KR-inga með 10 stig eftir fyrsta leikhlutann en Páll Kristinsson er kominn með 6 stig í liði heimamanna og Adam Darboe 5. 19:24 - Grindvíkingar byrja betur og hafa yfir 13-9 eftir um 5 mínútna leik. Adam Darboe er heitur í liði Grindvíkinga og hefur skorað 5 stig snemma. Fannar Ólafsson var ekki í byrjunarliði KR-inga frekar en í fyrsta leiknum, en hann kemur til með að koma við sögu í leiknum í kvöld. Áhorfendur eru smá saman að koma sér seint í húsið en mættu sannarlega vera miklu fleiri. 19:16 - Nú er allt að verða klárt í að leikurinn hefjist hér í Grindavík. Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem Íslandsmeistararnir sækja Grindvíkinga heim. KR átti náðugan dag í fyrsta leik en þeir gulklæddu steinlágu fyrir grönnum sínum í Keflavík í fyrstu umferðinni. Það er því ljóst að heimamenn verða að vera á tánum í kvöld. Byrjunarlið Grindavíkur: Adam Darboe, Páll Axel Vilbergsson, Páll Kristinsson, Jonathan Griffin og Igor Beljanski. Byrjunarlið KR: Jovan Zdravevski, Helgi Magnússon, Joshua Helm, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Helgi Magnússon og Avi Fogel. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel 27, Jonathan Griffin 23, Þorleifur Ólafsson 17, Páll Kristinsson 14 og Adam Darboe 13. Stigahæstir hjá KR: Avi Fogel 21, Joshua Helm 21 og Jovan Zdravevski 16. Úrslit kvöldsins: Grindavík-KR 109-100 ÍR-Tindastóll 93-74 Þór A.-UMFN 73-101 Skallagrímur-Hamar 75-74 Lokatölur 109-100 fyrir Grindavík og fjörlegum og æsispennandi leik lokið hér í Grindavík. Frábær skemmtun. 20:50 - Þvílík tilþrif!!! Jonathan Griffin klárar leikinn fyrir Grindavík.Hann kom Grindavík í 105-99 með því að skjóta yfir Joshua Helm - varði svo þriggja stiga skot frá Helga Magnússyni glæsilega á hinum enda vallarins, stal boltanum og tróð honum með tilþrifum. Sigurinn í höfn hjá Grindavík! 20:48 - Grindvíkingar í vænlegri stöðu og hafa yfir 103-99 þegar aðeins 59 sekúndur eru eftir af leiknum. 20:47 - Grindavík leiðir 101-99 - ein og hálf mínúta eftir. 20:43 - 3 mínútur eftir og staðan jöfn 95-95. Allt á suðupunkti og áhorfendur heldur betur að taka við sér í Röstinni. 20:38 - KR tekur leikhlé. Fimm mínútur eftir af leiknum og KR hefur yfir 87-86. Spennan er að verða rosaleg hér í Grindavík. 20:33 - Gríðarleg barátta í byrjun fjórða leikhluta og lítið skorað. KR hefur yfir 83-81 og leikmenn farnir að spila mjög fast - og hittnin á sama hátt skelfileg hjá báðum liðum. 20:28 - Þriðja leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 80-79 og spennan farin að magnast verulega. Grindvíkingar fengu fimm stig í sömu sókninni skömmu fyrir lok leikhlutans og náðu að jafna eftir smá rispu frá KR. Lokaleikhlutinn hér verður rosalegur. 20:18 - Sveiflurnar halda áfram. Grindvíkingar komnir yfir 71-70 og um þrjár og hálf mínúta eftir af þriðja leikhlutanum. 20:11 - Sama spennan heldur áfram hér í Grindavík en nú eru gestirnir í KR að taka rispu og eftir að hafa verið stigi undir fyrir augnabliki eru þeir komnir yfir 70-65. Friðrik Ragnarsson er ekki sáttur við sína menn og tekur leikhlé. 19:56 - Hálfleikur. Grindvíkingar hafa yfir 57-56 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks hér í Grindavík. Heimamenn hafa verið skrefinu á undan lengst af leik og eins og lesa má út úr hálfleiksstöðunni er Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Hann lætur í það minnsta meira í sér heyra en Friðrik Ragnarsson, sem stendur stóískur á hliðarlínunni hjá Grindavík. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 14, Jonathan Griffin 11 og Þorleifur Ólafsson 8 stig. Stigahæstir hjá KR: Joshua Helm 15 stig, Avi Fogel 14 stig og Brynjar Björnsson 9 stig. 19:53 - Allt í járnum. Staðan 54-52 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir af hálfleiknum. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur eins og stigaskorið gefur til kynna. 19:42 - Átta stiga rispa Grindvíkinga. Heimamenn hafa skyndilega breytt stöðu mála og erum komnnir yfir 37-33 með góðri og hraðri spilamennsku. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tók leikhlé og skammaði sína menn fyrir varnarleikinn. 19:35 - Fyrsta leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 27-24. Heimamenn í Grindavík voru sterkari fyrstu mínúturnar í leiknum en gestirnir hafa tekið sig saman í andlitinu á síðustu mínútum. Brynjar Björnsson hefur hleypt fjöri í leik þeirra með innkomu sinni. Joshua Helm er stigahæstur KR-inga með 10 stig eftir fyrsta leikhlutann en Páll Kristinsson er kominn með 6 stig í liði heimamanna og Adam Darboe 5. 19:24 - Grindvíkingar byrja betur og hafa yfir 13-9 eftir um 5 mínútna leik. Adam Darboe er heitur í liði Grindvíkinga og hefur skorað 5 stig snemma. Fannar Ólafsson var ekki í byrjunarliði KR-inga frekar en í fyrsta leiknum, en hann kemur til með að koma við sögu í leiknum í kvöld. Áhorfendur eru smá saman að koma sér seint í húsið en mættu sannarlega vera miklu fleiri. 19:16 - Nú er allt að verða klárt í að leikurinn hefjist hér í Grindavík. Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem Íslandsmeistararnir sækja Grindvíkinga heim. KR átti náðugan dag í fyrsta leik en þeir gulklæddu steinlágu fyrir grönnum sínum í Keflavík í fyrstu umferðinni. Það er því ljóst að heimamenn verða að vera á tánum í kvöld. Byrjunarlið Grindavíkur: Adam Darboe, Páll Axel Vilbergsson, Páll Kristinsson, Jonathan Griffin og Igor Beljanski. Byrjunarlið KR: Jovan Zdravevski, Helgi Magnússon, Joshua Helm, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Helgi Magnússon og Avi Fogel.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Leik lokið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn