Britney: Stjörnuhrapið mikla 4. október 2007 13:36 Í febrúar 2007 skráði Spears sig í meðferð en yfirgaf hana tveimur sólarhringum síðar og fór að því loknu á hárgreiðslustofuna Tarzana í Kaliforníu og rakaði af sér hárið. Vísir/Getty Upphafið Britney Spears er fædd í McComb í Mississippi í desember 1981 en var alin upp í Kentwood í Louisiana. Ferill hennar hófst snemma og átta ára gömul fór hún í prufu fyrir The New Mickey Mouse Club þáttaröðina á Disney sjónvarpsstöðinni, en í henni komu fram hæfileikaríkir unglingar. Spears var talin of ung en framleiðandi þáttarins kynnti hana fyrir umboðsmanni í New York. Spears varði næstu þremur sumrum í Professional Performing Arts skólanum. Ellefu ára gömul lá leið hennar aftur á Disney stöðina og var hún með í New Mickey Mouse Club í Flórída fram til þrettán ára aldurs. Önnur upprennandi stórstirni voru einnig hluti af þættinum og má þar nefna Christinu Aguileru og Justin Timberlake.Britney og Justin Timberlake ung og saklaus.MYND/GettyFerillinn Árið 1997 gekk Spears til liðs við stelpuhljómsveitina Innosense en ákvað skömmu síðar sama ár að hefja sólóferil. Fyrsta smáksífan Baby One More Time kom út árið 1998 og náði strax gífurlegum vinsældum um heim allan og komst í 25. sæti á lista Rolling Stone og MTV yfir 100 bestu popplög allra tíma. Í myndbandinu við lagið var Spears klædd eins og saklaus kaþólsk skólastúlka. Samnefnd breiðskífa kom út árið 1999 og náði fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og seldist í um 25 milljónum eintaka um allan heim.Kossinn umtalaði.MYND/GettyÁ árunum 1999 til 2005 gaf Spears út fjórar breiðskífur og tvær safnplötur. Fimmta breiðskífarn er nú í vinnslu. Fyrstu árin var hún í miklum metum og árið 2002 veitti viðskiptatímaritið Forbes henni nafnbótina áhrifamesta stjarna heims. Á MTV verðlaunahátíðinni ári seinna fluttu Christina Aguilera og Spears Like a Virgin í félagi við Madonnu. Þær stöllur tóku sig báðar til og kysstu Madonnu munúðarfullum kossi á sviðinu og eins og gefur að skilja eru kossarnir enn umtalaðir. Í upphafi ferilsins gerði Spears út á sakleysi sitt. Hún og söngvarinn Justin Timberlake voru par frá árinu 1998 til 2002 og voru ungstirnin daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla. Árið 2002 skildu leiðir og var því haldið fram að hin saklausa Spears hafi verið Timberlake ótrú.Britney sýnir á sér nýja hlið.Vísir/GettyHjónaböndin, börnin og skilnaðurinn Spears fór að sýna á sér nýjar hliðar og breyttist úr saklausri skólastelpu yfir í leðurklætt kyntákn. Þann þriðja janúar 2004 tók hún upp á því að giftast æskuvini sínum Jason Allen Alexander í Las Vegas en hjónabandið entist einungis í 55 klukkutíma og endaði með ógildingu. Í júlí 2004 gaf Spears út þá yfirlýsingu að hún væri trúlofuð rapparanum og dansaranum Kevin Federline sem hún hafði kynnst þremur mánuðum áður. Hann átti þá von á sínu öðru barni með leikkonunni Shar Jackson. Spears og Federline buðu síðan sjónvarpsáhorfendum UPN upp á raunveruleikaþáttinn Chaotic þar sem fylgst var með samlífi þeirra og djammi. Spears og Federline giftu sig í Kaliforníu 18. september 2004. Eftir það gaf Spears út þá yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hún ætlaði að taka sér frí frá störfum til að stofna fjölskyldu. Britney og Federline á meðan allt lék í lyndiMYND/GettySjö mánuðum seinna kom yfirlýsing um að hún væri ólétt og 15. september 2005 fæddist frumburðurinn Sean Preston Federline. Nokkrum mánuðum seinna fór sá orðrómur á kreik að Spears væri aftur orðin ólétt og í maí 2006 staðfesti hún þann grun. Í febrúar sama ár náðust af henni myndir þar sem hún keyrði um með Sean Preston lausan í kjöltunni og gaf hún þá skýringu á athæfinu að hún hafi verið að reyna að komast undan ljósmyndurum. Í kjölfarið fékk hún heimsókn frá barnaverndaryfirvöldum. Aðeins þremur dögum fyrir afmæli frumburðarins fæddist Jayden James, eða þann 12. september 2006. Spears sótti um skilnað frá Fedirline 7. nóvember 2006 vegna „óásættanlegs ágreinings" og óskaði hún eftir fullu forræði yfir börnunum. Skilnaðurinn gekk þó ekki endanlega í gegn fyrr en 30. júlí 2007. Lögfræðingi Spears, Lauru Wasser, tókst að koma því í gegn að forræðið yrði sameiginlegt, þrátt fyrir æ fleiri fréttir sem bárust af fíkniefnaneyslu og undarlegu háttarlagi söngkonunnar. Wassar ákvað síðan að hætta sem lögfræðingur Spears í september á þessu ári en gaf enga formlega skýringu á því.Atriðið á MTV verðlaunahátíðinni í ár átti að marka nýtt upphaf hjá Spears en varð í raun eitt stórt klúður.MYND/GettyRuglið Í febrúar 2007 skráði Spears sig í meðferð en yfirgaf hana tveimur sólarhringum síðar og fór að því loknu á hárgreiðslustofuna Tarzana í Kaliforníu og rakaði af sér hárið. Nokkrum dögum síðar skráði hún sig í meðferð í Malibu og dvaldi þar til 20. mars. Meðferðin virðist þó ekki hafa skilað árangri því söngkonan rataði ítrekað í fjölmiðla fyrir uppátæki sín. Fjöldi mynda hafa birst af henni fáklæddri og í annarlegu ástandi á götum úti og hefur hún á síðustu mánuðum verið orðuð við fjölda karla og kvenna. Umfjöllunin náði hámarki þegar hún flutti opnunaratriðið á MTV verðlaunahátíðinni í Los Angeles í byrjun september á þessu ári. Frammistaða hennar þótti afar slæm. Hún var í nærfötunum einum klæða og mundi hvorki textann né sporin. Á eftir sást hún ofurölvi og dópuð á skemmtistað. Í byrjun ágúst fór Federline fram á að fá forræðinu skipt 70/30 sér í hag og fékk fjölda manns til að leggja fram vitnisburð um slæma foreldrahæfni Spears. Þetta voru meðal annar fyrrverandi lífverðir og barnfóstrur. Spears var sögð neyta vímefna fyrir framan drengina, gefa þeim kaffi og kók í pelana, láta þá vera með óhreinar bleyjur og var sögð öskra á þá að þeir væru mistök.Britney fór ekki að fyrirmælum dómara og keyrði um götur Kaliforníu án þess að vera búin að verða sér úti um gilt ökuskírteini. Í kjölfarið veitti hann Federline tímabundið forræði yfir sonum þeirra.MYND/APUm miðjan september sagði dómarinn Scott M. Gordon að eftir að hafa kynnt sér gögn í málinu væri honum ljóst að söngkonan væri bæði háð áfengi og vímuefnum og að neysla hennar væri stjórnlaus. Hann gaf henni fyrirmæli um það sem hún þyrfti að gera til að halda sameiginlegu forræði á móti Fedirline. Hún átti að leita sér ráðgjafar vegna lyfjafíknar, gangast undir regluleg lyfjapróf, fara á foreldranámskeið og aka með gilt ökuskírteini. Hún virti aftur á móti öll þessi tilmæli að vettugi og gerði það útslagið þegar myndir af henni náðust akandi um með drengina í blæjubíl sínum án þess að vera búin að verða sér úti um ökuskírteini sem gildir í Kaliforníu. Þegar dómarinn komst að raun um það ákvað hann að veita Federline forræðið þar til endanlegur úrskurður fellur í málinu. Í kjölfarið höfðu fjölskylda og vinir söngkonunnar miklar áhyggjur af því að hún myndi fara sér að voða en hún tók sig til, fór á snyrtistofu í brúnkusprey og skellti sér á djammið. Nýjustu fregnir herma þó að hún sé búin að skrá sig í meðferð. Þann fjórða október gaf dómarinn Spears leyfi til að heimsækja börnin undir eftirliti og eiga báðir foreldrar að mæta fyrir rétt þann 26. október næstkomandi. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Upphafið Britney Spears er fædd í McComb í Mississippi í desember 1981 en var alin upp í Kentwood í Louisiana. Ferill hennar hófst snemma og átta ára gömul fór hún í prufu fyrir The New Mickey Mouse Club þáttaröðina á Disney sjónvarpsstöðinni, en í henni komu fram hæfileikaríkir unglingar. Spears var talin of ung en framleiðandi þáttarins kynnti hana fyrir umboðsmanni í New York. Spears varði næstu þremur sumrum í Professional Performing Arts skólanum. Ellefu ára gömul lá leið hennar aftur á Disney stöðina og var hún með í New Mickey Mouse Club í Flórída fram til þrettán ára aldurs. Önnur upprennandi stórstirni voru einnig hluti af þættinum og má þar nefna Christinu Aguileru og Justin Timberlake.Britney og Justin Timberlake ung og saklaus.MYND/GettyFerillinn Árið 1997 gekk Spears til liðs við stelpuhljómsveitina Innosense en ákvað skömmu síðar sama ár að hefja sólóferil. Fyrsta smáksífan Baby One More Time kom út árið 1998 og náði strax gífurlegum vinsældum um heim allan og komst í 25. sæti á lista Rolling Stone og MTV yfir 100 bestu popplög allra tíma. Í myndbandinu við lagið var Spears klædd eins og saklaus kaþólsk skólastúlka. Samnefnd breiðskífa kom út árið 1999 og náði fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og seldist í um 25 milljónum eintaka um allan heim.Kossinn umtalaði.MYND/GettyÁ árunum 1999 til 2005 gaf Spears út fjórar breiðskífur og tvær safnplötur. Fimmta breiðskífarn er nú í vinnslu. Fyrstu árin var hún í miklum metum og árið 2002 veitti viðskiptatímaritið Forbes henni nafnbótina áhrifamesta stjarna heims. Á MTV verðlaunahátíðinni ári seinna fluttu Christina Aguilera og Spears Like a Virgin í félagi við Madonnu. Þær stöllur tóku sig báðar til og kysstu Madonnu munúðarfullum kossi á sviðinu og eins og gefur að skilja eru kossarnir enn umtalaðir. Í upphafi ferilsins gerði Spears út á sakleysi sitt. Hún og söngvarinn Justin Timberlake voru par frá árinu 1998 til 2002 og voru ungstirnin daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla. Árið 2002 skildu leiðir og var því haldið fram að hin saklausa Spears hafi verið Timberlake ótrú.Britney sýnir á sér nýja hlið.Vísir/GettyHjónaböndin, börnin og skilnaðurinn Spears fór að sýna á sér nýjar hliðar og breyttist úr saklausri skólastelpu yfir í leðurklætt kyntákn. Þann þriðja janúar 2004 tók hún upp á því að giftast æskuvini sínum Jason Allen Alexander í Las Vegas en hjónabandið entist einungis í 55 klukkutíma og endaði með ógildingu. Í júlí 2004 gaf Spears út þá yfirlýsingu að hún væri trúlofuð rapparanum og dansaranum Kevin Federline sem hún hafði kynnst þremur mánuðum áður. Hann átti þá von á sínu öðru barni með leikkonunni Shar Jackson. Spears og Federline buðu síðan sjónvarpsáhorfendum UPN upp á raunveruleikaþáttinn Chaotic þar sem fylgst var með samlífi þeirra og djammi. Spears og Federline giftu sig í Kaliforníu 18. september 2004. Eftir það gaf Spears út þá yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hún ætlaði að taka sér frí frá störfum til að stofna fjölskyldu. Britney og Federline á meðan allt lék í lyndiMYND/GettySjö mánuðum seinna kom yfirlýsing um að hún væri ólétt og 15. september 2005 fæddist frumburðurinn Sean Preston Federline. Nokkrum mánuðum seinna fór sá orðrómur á kreik að Spears væri aftur orðin ólétt og í maí 2006 staðfesti hún þann grun. Í febrúar sama ár náðust af henni myndir þar sem hún keyrði um með Sean Preston lausan í kjöltunni og gaf hún þá skýringu á athæfinu að hún hafi verið að reyna að komast undan ljósmyndurum. Í kjölfarið fékk hún heimsókn frá barnaverndaryfirvöldum. Aðeins þremur dögum fyrir afmæli frumburðarins fæddist Jayden James, eða þann 12. september 2006. Spears sótti um skilnað frá Fedirline 7. nóvember 2006 vegna „óásættanlegs ágreinings" og óskaði hún eftir fullu forræði yfir börnunum. Skilnaðurinn gekk þó ekki endanlega í gegn fyrr en 30. júlí 2007. Lögfræðingi Spears, Lauru Wasser, tókst að koma því í gegn að forræðið yrði sameiginlegt, þrátt fyrir æ fleiri fréttir sem bárust af fíkniefnaneyslu og undarlegu háttarlagi söngkonunnar. Wassar ákvað síðan að hætta sem lögfræðingur Spears í september á þessu ári en gaf enga formlega skýringu á því.Atriðið á MTV verðlaunahátíðinni í ár átti að marka nýtt upphaf hjá Spears en varð í raun eitt stórt klúður.MYND/GettyRuglið Í febrúar 2007 skráði Spears sig í meðferð en yfirgaf hana tveimur sólarhringum síðar og fór að því loknu á hárgreiðslustofuna Tarzana í Kaliforníu og rakaði af sér hárið. Nokkrum dögum síðar skráði hún sig í meðferð í Malibu og dvaldi þar til 20. mars. Meðferðin virðist þó ekki hafa skilað árangri því söngkonan rataði ítrekað í fjölmiðla fyrir uppátæki sín. Fjöldi mynda hafa birst af henni fáklæddri og í annarlegu ástandi á götum úti og hefur hún á síðustu mánuðum verið orðuð við fjölda karla og kvenna. Umfjöllunin náði hámarki þegar hún flutti opnunaratriðið á MTV verðlaunahátíðinni í Los Angeles í byrjun september á þessu ári. Frammistaða hennar þótti afar slæm. Hún var í nærfötunum einum klæða og mundi hvorki textann né sporin. Á eftir sást hún ofurölvi og dópuð á skemmtistað. Í byrjun ágúst fór Federline fram á að fá forræðinu skipt 70/30 sér í hag og fékk fjölda manns til að leggja fram vitnisburð um slæma foreldrahæfni Spears. Þetta voru meðal annar fyrrverandi lífverðir og barnfóstrur. Spears var sögð neyta vímefna fyrir framan drengina, gefa þeim kaffi og kók í pelana, láta þá vera með óhreinar bleyjur og var sögð öskra á þá að þeir væru mistök.Britney fór ekki að fyrirmælum dómara og keyrði um götur Kaliforníu án þess að vera búin að verða sér úti um gilt ökuskírteini. Í kjölfarið veitti hann Federline tímabundið forræði yfir sonum þeirra.MYND/APUm miðjan september sagði dómarinn Scott M. Gordon að eftir að hafa kynnt sér gögn í málinu væri honum ljóst að söngkonan væri bæði háð áfengi og vímuefnum og að neysla hennar væri stjórnlaus. Hann gaf henni fyrirmæli um það sem hún þyrfti að gera til að halda sameiginlegu forræði á móti Fedirline. Hún átti að leita sér ráðgjafar vegna lyfjafíknar, gangast undir regluleg lyfjapróf, fara á foreldranámskeið og aka með gilt ökuskírteini. Hún virti aftur á móti öll þessi tilmæli að vettugi og gerði það útslagið þegar myndir af henni náðust akandi um með drengina í blæjubíl sínum án þess að vera búin að verða sér úti um ökuskírteini sem gildir í Kaliforníu. Þegar dómarinn komst að raun um það ákvað hann að veita Federline forræðið þar til endanlegur úrskurður fellur í málinu. Í kjölfarið höfðu fjölskylda og vinir söngkonunnar miklar áhyggjur af því að hún myndi fara sér að voða en hún tók sig til, fór á snyrtistofu í brúnkusprey og skellti sér á djammið. Nýjustu fregnir herma þó að hún sé búin að skrá sig í meðferð. Þann fjórða október gaf dómarinn Spears leyfi til að heimsækja börnin undir eftirliti og eiga báðir foreldrar að mæta fyrir rétt þann 26. október næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira