Typpi í einu gati, tæki í öðru Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2025 20:03 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesanda: „Getur þú gefið meðmæli með góðu harnessi fyrir karla til að spenna á sig dildó og geta þar með haft samfarir við konuna sína í bæði píku og endaþarm á sama tíma? Mörg pör hafa áhuga á því, en færri vilja fara í trekant og myndu því vilja geta bjargað sér sjálf. Flestar þessar græjur eru annað hvort hugsaðar fyrir konur eða eru unisex og meiða mjög oft. Mér finnst vanta vandaðan svona útbúnað fyrir karlmenn, sem ekki meiðir en heldur samt vel við dildóinn“ - 41 árs karl. Jebb, mörg pör hafa áhuga á því að prófa sig áfram með samfarir í leggöng og endaþarm á sama tíma. Á ensku er talað um double penetration en það getur einmitt verið tveir limir, limur og unaðstæki, tvö unaðstæki eða fingur sem eru sett inn í leggöng og rass. Þetta er algeng fantasía bæði meðal þeirra sem þiggja í þessum aðstæðum og þeirra sem veita. Double penetration nær reyndar líka yfir það þegar tvö typpi eða unaðstæki eru sett inn í sama gatið. En snúum okkur aftur að efninu! Double penetration er algeng fantasía.Getty Fólk tengir oft strap-on dildóa við hinsegin konur en fólk af öllum kynjum notar strap-on. Það að njóta þess að leika með tvöfalda örvun eða nota unaðstæki eins og strap-on, hefur ekkert með kynhneigð að gera. Þegar við erum að nota unaðstæki býður það upp á ansi fjölbreytta notkun; innsetning í leggöng eða endaþarm, munmök, tvöfalda örvun en einnig nota sum strap-on dildóa milli fullnæginga þar sem limurinn þarf ákveðinn tíma til að geta náð risi á ný eftir fullnægingu. Unaðstæki geta boðið upp á ýmsa möguleika. Getty Fyrir pör sem vilja prófa sig áfram með tvöfalda örvun er ég með nokkra punkta áður en lengra er haldið: Byrjið á samtalinu. Ræðið fantasíuna og hvort það sé eitthvað sem þið viljið bæði/báðar/báðir prófa. Talið líka um mörk, væntingar og hvað myndi gera upplifunina örugga og spennandi fyrir ykkur bæði. Byrjið hægt. Það getur verið gott að prófa sig áfram með fingrunum á meðan þið eruð að átta ykkur á því hvernig þessi örvun er, bæði fyrir þann sem er að þiggja og þann sem er að veita. Hlustið vel á eigin líkama og líkama leikfélaga/maka. Þetta er ekki sviðsmynd úr klámi – heldur tenging ykkar á milli. Byrjið rólega, haldið samskiptum gangandi og stoppið ef eitthvað er óþægilegt. Veljið rétt harness. Leitið að harnessi sem er sérstaklega hannað fyrir líkamann þinn. Ef þú ert með pung þarf harnessið annaðhvort að rúma hann eða vera með op til að forðast þrýsting. Ef harnessið meiðir – þá er það ekki rétt fyrir þig. Notið dildó sem hentar. Þykkari og styttri dildóar henta mörgum betur fyrir svona leik, því þá hefur þú meiri stjórn á hreyfingunni og þá er minni hætta á óþægindum. Passið líka að grunnurinn passi örugglega í harnessið. Hægt er að fá dildó sem er tvöfaldur fyrir þau sem eru að leika með tvo dildóa. Einnig er gott að skoða vel efnið sem dildóinn er úr og vanda valið. Ekki sleppa sleipiefninu! Mikilvægt fyrir bæði leggöng og endaþarm – sérstaklega þegar örvun fer fram á tveimur stöðum í einu. Veljið gott sleipiefni sem passar við leikfangið sem verið er að nota. Prófið mismunandi stellingar. Það er misjafnt hvaða stelling hentar best. Sum vilja liggja á hliðinni, önnur á maganum eða bakinu. Gefið ykkur tíma til að finna hvað virkar best fyrir ykkur. Sumt er spennandi í fantasíu en erfitt í framkvæmd. Æfa, æfa og æfa. Við erum sjaldan mjög flink þegar við erum að gera eitthvað í fyrsta sinn. Leyfið ykkur að æfa þar til þið finnið að þið hafið náð betri tökum á dildóinum. Passið vel upp á hreinlæti. Það er mikilvægt að þrífa dildóinn eftir hverja notkun og harnessið regulega. Notið milda sápu og volgt vatn en einnig eru til sérstök hreinsiefni fyrir unaðstæki. Hægt er að nota smokk til að einfalda þrif en einnig er smokkur mikilvægur ef sami dildóinn fer milli gata eða ef fleiri en einn aðili er að nota hann. Varðandi harness er ýmislegt til, bæði hérlendis og erlendis. Ef þú hefur leitað í þær unaðstækjabúðir sem eru hér á landi gæti verið að hægt að athuga hvort mögulegt sé fyrir búðirnar að auka úrvalið sitt og panta harness sem henta betur einstaklingum með typpi. Það má finna hina ýmsu framleiðendur erlendis til dæmis Spare parts og RodeoH sem bjóða upp á harness fyrir fólk með typpi. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Jebb, mörg pör hafa áhuga á því að prófa sig áfram með samfarir í leggöng og endaþarm á sama tíma. Á ensku er talað um double penetration en það getur einmitt verið tveir limir, limur og unaðstæki, tvö unaðstæki eða fingur sem eru sett inn í leggöng og rass. Þetta er algeng fantasía bæði meðal þeirra sem þiggja í þessum aðstæðum og þeirra sem veita. Double penetration nær reyndar líka yfir það þegar tvö typpi eða unaðstæki eru sett inn í sama gatið. En snúum okkur aftur að efninu! Double penetration er algeng fantasía.Getty Fólk tengir oft strap-on dildóa við hinsegin konur en fólk af öllum kynjum notar strap-on. Það að njóta þess að leika með tvöfalda örvun eða nota unaðstæki eins og strap-on, hefur ekkert með kynhneigð að gera. Þegar við erum að nota unaðstæki býður það upp á ansi fjölbreytta notkun; innsetning í leggöng eða endaþarm, munmök, tvöfalda örvun en einnig nota sum strap-on dildóa milli fullnæginga þar sem limurinn þarf ákveðinn tíma til að geta náð risi á ný eftir fullnægingu. Unaðstæki geta boðið upp á ýmsa möguleika. Getty Fyrir pör sem vilja prófa sig áfram með tvöfalda örvun er ég með nokkra punkta áður en lengra er haldið: Byrjið á samtalinu. Ræðið fantasíuna og hvort það sé eitthvað sem þið viljið bæði/báðar/báðir prófa. Talið líka um mörk, væntingar og hvað myndi gera upplifunina örugga og spennandi fyrir ykkur bæði. Byrjið hægt. Það getur verið gott að prófa sig áfram með fingrunum á meðan þið eruð að átta ykkur á því hvernig þessi örvun er, bæði fyrir þann sem er að þiggja og þann sem er að veita. Hlustið vel á eigin líkama og líkama leikfélaga/maka. Þetta er ekki sviðsmynd úr klámi – heldur tenging ykkar á milli. Byrjið rólega, haldið samskiptum gangandi og stoppið ef eitthvað er óþægilegt. Veljið rétt harness. Leitið að harnessi sem er sérstaklega hannað fyrir líkamann þinn. Ef þú ert með pung þarf harnessið annaðhvort að rúma hann eða vera með op til að forðast þrýsting. Ef harnessið meiðir – þá er það ekki rétt fyrir þig. Notið dildó sem hentar. Þykkari og styttri dildóar henta mörgum betur fyrir svona leik, því þá hefur þú meiri stjórn á hreyfingunni og þá er minni hætta á óþægindum. Passið líka að grunnurinn passi örugglega í harnessið. Hægt er að fá dildó sem er tvöfaldur fyrir þau sem eru að leika með tvo dildóa. Einnig er gott að skoða vel efnið sem dildóinn er úr og vanda valið. Ekki sleppa sleipiefninu! Mikilvægt fyrir bæði leggöng og endaþarm – sérstaklega þegar örvun fer fram á tveimur stöðum í einu. Veljið gott sleipiefni sem passar við leikfangið sem verið er að nota. Prófið mismunandi stellingar. Það er misjafnt hvaða stelling hentar best. Sum vilja liggja á hliðinni, önnur á maganum eða bakinu. Gefið ykkur tíma til að finna hvað virkar best fyrir ykkur. Sumt er spennandi í fantasíu en erfitt í framkvæmd. Æfa, æfa og æfa. Við erum sjaldan mjög flink þegar við erum að gera eitthvað í fyrsta sinn. Leyfið ykkur að æfa þar til þið finnið að þið hafið náð betri tökum á dildóinum. Passið vel upp á hreinlæti. Það er mikilvægt að þrífa dildóinn eftir hverja notkun og harnessið regulega. Notið milda sápu og volgt vatn en einnig eru til sérstök hreinsiefni fyrir unaðstæki. Hægt er að nota smokk til að einfalda þrif en einnig er smokkur mikilvægur ef sami dildóinn fer milli gata eða ef fleiri en einn aðili er að nota hann. Varðandi harness er ýmislegt til, bæði hérlendis og erlendis. Ef þú hefur leitað í þær unaðstækjabúðir sem eru hér á landi gæti verið að hægt að athuga hvort mögulegt sé fyrir búðirnar að auka úrvalið sitt og panta harness sem henta betur einstaklingum með typpi. Það má finna hina ýmsu framleiðendur erlendis til dæmis Spare parts og RodeoH sem bjóða upp á harness fyrir fólk með typpi. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira