Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. maí 2025 07:01 Kanadíska stórstjarnan Justin Bieber hefur verið mikið í deiglunni frá árinu 2009. XNY/Star Max/GC Images Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. Bieber var staddur á Íslandi á dögunum en yfirgaf landið í fyrradag eftir það sem hann sagði vera bestu ferð lífs hans á Instagram. Frá unglingsaldri hefur hann verið vinsælt viðfangsefni fjölmiðla sem voru sérstaklega oft óvægir við ungan Bieber sem var að reyna að finna út úr lífi sínu sem heimsfrægur einstaklingur. Blaðamaður gerir hér tilraun til að stikla á stóru og fara stuttlega yfir hæðir og lægðir Bieber. Leið eins og öllum væri sama um veikindin Bieber, sem er fæddur árið 1994, var uppgötvaður af umboðsmanninum Scooter Braun þegar hann var fjórtán ára gamall. Hann flutti ásamt móður sinni frá Kanada til Hollywood. Stórstjarnan Usher tók hann undir sinn verndarvæng og Bieber skrifaði undir hjá RBMG Records. Í dag á hann að baki ótal marga ofursmelli og uppseld tónleikaferðalög um allan heim. Lagið hans Baby sem kom út árið 2010 hefur skrifað sig í sögubækurnar og heldur áfram að trylla unglinga kynslóð eftir kynslóð. Í það minnsta tíu lög úr smiðju Biebers eru með yfir milljarð spilanna á streymisveitunni Spotify og 80 milljón einstaklingar hlusta á hann þar mánaðarlega. Þrátt fyrir gríðarlega mikla velgengni og ótal margra drauma sem rættust hefur líf Bieber sannarlega ekki verið dans á rósum. Hann hefur glímt við bæði andleg og líkamleg veikindi, greindist með taugasjúkdóm árið 2022, hefur verið háður fíkniefnum og dottið niður í djúpa dali en oftar en ekki tekist að tjá sig að einhverju leyti um raunir lífsins í gegnum textasmíð sína. Árið 2020 gaf Bieber út lagið Lonely sem hann vann með pródúsernum Benny Blanco. Smá kaldhæðnislegt þar sem Blanco er nú með Selenu Gomez sem var fyrsta ást Bieber en margir aðdáendur þeirra beggja telja Selenu enn í dag vera stóru ástina í lífi hans. En lagið er með því einlægara sem Bieber hefur nokkurn tíma sent frá sér og syngur hann meðal annars: „Allir þekkja fortíð mína núna, eins og húsið mitt sé gert úr gleri. Og kannski er það verðmiðinn á frægðina og peningana sem þú fékkst svo ungur. Allir sáu hvað ég var veikur og mér leið eins og öllum væri drullu sama. Þau gagnrýndu það sem ég gerði sem lítill krakkakjáni.“ Flókið og mjög opinbert ástarlíf Bieber hefur verið við margan kvenmanninn kenndur í gegnum tíðina en tvær konur standa þar þó upp úr. Selena Gomez og eiginkona hans Hailey Bieber. Justin Bieber með æskuástinni Selenu Gomez. Christopher Polk/Getty Images for ESPN Selena og Bieber byrjuðu upphaflega saman árið 2010 þegar Bieber var sextán ára og Selena átján. Sambandið varði í átta ár með mörgum hléum og var Bieber þar á meðal ásakaður fyrir að hafa nokkrum sinnum haldið fram hjá. Þó héldu margir aðdáendur að þau ættu alltaf eftir að enda sem par. Justin og Hailey byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2015 og áttu sömuleiðis eftir að vera fram og til baka í sambandinu í nokkur ár. Eftir að hann og Selena hættu saman um vorið 2018 byrjar Justin fljótlega að hitta Hailey, sem endar á því að þau trúlofa sig í júlí og eru orðin hjón um haustið með lítilli athöfn. Í september 2019 héldu þau svo gríðarstóra brúðkaupsveislu. Í ágúst í fyrra eignuðust þau svo frumburð sinn, soninn Jack Blues Bieber. Þrátt fyrir að vera bæði gift og eiga barn saman eru þrálátar raddir sem bæði segja að Bieber elski alltaf Selenu og að Hailey og Selena séu svarnir óvinir. Það gekk svo langt að aðdáendur Selenu voru farnir að hóta Hailey öllu illu og sögðu Hailey hafa stolið Justin frá henni. Selena fór þá á Instagram og bað fólk vinsamlegast um að láta Hailey vera. Handtekinn og fann Jesú Árið 2016 hélt Justin Bieber tónleika á Íslandi og það virtist þungt yfir honum. Hann var óhræddur við að vera berskjaldaður og talaði um að upplifa oft að lífið væri tilgangslaust og of yfirþyrmandi. Blaðamaður gleymir þessum tónleikum seint því hann gekk út af þeim með svolítinn hnút í maganum yfir andlegri heilsu tónlistarmannsins. Tveimur árum fyrr þegar Bieber var nítján ára gamall var hann handtekinn fyrir akstur undir áhrifum. Hann hefur rætt þær raunir opinskátt en fyrir fjórum árum birti hann mynd frá því hann var handjárnaður og skrifaði meðal annars: „Fyrir sjö árum var ég handtekinn, ekki mín besta stund. Ég er ekki stoltur af því hvar ég var staddur í lífinu. Ég var í sárum, óhamingjusamur, ringlaður, reiður, misleiddur, misskilinn og reiður út í guð. Guð hefur komið mér langt áfram og var eins nálægt mér þarna.“ Kappinn fann jesú og guð og var meðal annars meðlimur í kirkjunni sem mætti jafnvel kalla sértrúarsöfnuðinn Hillsong Church sem hefur verið umdeild, en meðal annars hafa sóknarmeðlimir staðið upp og ásakað leiðtoga kirkjunnar um kynferðisofbeldi. Bieber var náinn prestnum Carl Lentz sem var eins konar trúarlegur leiðtogi Bieber, sem sagði að Lentz væri eins og annar faðir sinn. Lentz var að lokum rekinn úr kirkjunni eftir ásakanir á hendur honum varðandi einelti, kynferðisofbeldi og annað. Árið 2021 gáfu Bieber hjónin út tilkynningu að þau hefðu sagt sig úr kirkjunni. Þau tilheyra nú kirkjunni Churchome sem hefur líka orð á sér að vera sértrúarsöfnuður og eyðir Bieber nú miklum tíma með prestnum Judah Smith. Justin Bieber og P. Diddy Fljótlega eftir að Bieber fluttist til Hollywood fór hann að eyða tíma í kringum athafnar- og tónlistarmanninn P. Diddy, jafnan þekktur sem Sean Combs. Combs situr nú í fangelsi svo eftir hefur verið tekið. Meint brot hans fela meðal annars í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota en réttarhöld yfir honum hófust í gær. Út frá þessu hafa ýmsar raddir farið á kreik um meinta vináttu Bieber og Diddy og hafa margir áhyggjur af því að eitthvað hræðilegt hafi þar átt sér stað. Það er augljóst að á fyrstu árum tónlistarferilsins eyddi Bieber miklum tíma með Diddy. Þar á meðal birti kornungur Bieber myndband á Youtube fyrir fimmtán árum af sér og Diddy. Þar ræða þeir það að eyða klikkuðum 48 klukkutímum saman og Diddy segist hafa forræði yfir Bieber þessa tvo sólarhringa. Árið 2014 þegar Bieber var um tvítugt deildi raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian því að hún hafi verið í teiti hjá Diddy þar sem allir voru hálfnaktir og að Bieber hafi verið meðal gesta. Í ljósi ásakanna á Diddy undanfarið er því ekki að undra að margir hafi velt fyrir sér þessari sérstöku vináttu í nýju ljósi. Bieber virðist svo hafa fjarlægt sig frá Diddy og er meðal annars til myndband þar sem Diddy spyr Bieber í ásökunartón hvers vegna hann sé hættur að heyra í sér. Lag sem virtist vera sungið af Bieber ýtti að sama skapi undir þessar hugmyndir en í ljós kom að gervigreindin var á bak við það. Í laginu syngur rödd nauðalík Bieber: „Ég týndi sjálfum mér í Diddy partýi. Var þar fyrir nýjan Ferrari en kvöldið kostaði mig mikið meira en sál mína.“ Reykjandi jónu á Íslandi Justin Bieber yfirgaf Ísland á mánudag eftir góða dvöl að hans sögn þar sem hann hélt sig meðal annars á glæsihótelinu Deplum Farm og samdi tónlist í góðra vina hópi. Hann hefur birt ótal margar myndir af ævintýrum sínum hérlendis, þar á þyrluskíðum og myndasyrpu af sjálfum sér að reykja jónu. Í febrúar birti Bieber myndband af sér á Instagram þar sem hann rappaði um að vera í vímu og þúsundir manna lýstu yfir áhyggjum sínum í athugasemdum við færsluna. Um 110 milljónir manna hafa séð myndbandið. Vinir Bieber eru að sama skapi sagðir hafa miklar áhyggjur af honum, peningaeyðslu hans og fíkniefnaneyslu þessa dagana. Samkvæmt Page Six herma heimildir tímaritsins að Bieber sé með fá verkefni þessa dagana og eyði gríðarlegum fjárhæðum í ferðalög með einkaþotum, í partýstand og annað. Þá eru stöðugur orðrómur að hjónaband hans standi höllum fæti en alltaf virðist Hailey þó standa með sínum manni, þrátt fyrir að hann virðist töluvert fjarverandi í fjölskyldulífinu. Áður en þau eignuðust Jack ýjaði hann að því að vera gríðarlega spenntur fyrir barneignum, jafnvel spenntari en eiginkona hans. Aðdáendur hans tóku þó eftir því að hann virtist alveg fjarverandi um páskana þegar Hailey birti myndir af sér og Jack. Bieber hjónin í febrúar. Raymond Hall/GC Images Bieber og Scooter Braun slitu tengslum eftir fimmtán ára samstarf á síðasta ári. Að sama skapi hefur orðið mikil breyting á teymi Bieber og margir af hans nánustu samstarfsaðilum síðastliðin ár eru nú farnir. Þá segir tímaritið Page Six að Bieber sé í staðinn alltaf að verða nánari prestnum sínum Judah Smith. „Justin er farinn að bæta Judah við í ýmsar valdastöður. Hann er að kaupa 300 þúsund dollara Rólex úr handa honum og alls konar fleira. Allir í kringum Justin núna eru hluti af þessari kirkju,“ segir heimildarmaður Page Six. Hann hefur fjalægt sig frá fleiri vinum. Tíska átti hug og hjarta Biebers lengi en hann var einn aðal maðurinn á bak við tískumerkið Drew House. Í apríl birtist frétt um að hann hefði algjörlega fjarlægt sig frá merkinu eftir að hafa stofnað það árið 2019 með þáverandi stílista sínum Ryan Good. „Drewhouse tengist mér og minni fjölskyldu ekki á neinn hátt. Ef þú vilt rokka með mér, manneskjunni Justin Bieber, ekki þá eyða pening í Drew House,“ skrifaði Bieber á Instagram en eyddi síðar færslunni. Óhræddur við að tjá sig og margir áhyggjufullir Bieber missti afa sinn í apríl og birti í kjölfarið færslu til minningar honum á Instagram. Þar skrifaði hann meðal annars: „Ég get ekki beðið eftir að hitta þig bráðlega í himnaríki.“ Í mars birti hann færslu á Instagram þar sem hann skrifar: „Ég held ég hati sjálfan mig stundum þegar mér líður eins og ég sé ekki ég sjálfur. Svo man ég að við erum öll látin hugsa stöðugt að við séum ekki nóg en ég hata samt alltaf þegar ég breyti mér til að þóknast fólki.“ Samdægurs skrifaði hann aðra færslu þar sem hann sagðist vera með reiðivandamál en langaði að vaxa og læra betri viðbragðstíma. Í grein Page Six um kappann er haft eftir ónafngreindum vini Bieber að mörgum þyki mikilvægt að söngvarinn taki ákvörðun um að fullorðnast og bera ábyrgð. „Hann er ekki barn. Hann er fullorðinn maður sem á barn. Fullorðinn maður sem er giftur. Átti hann erfið uppvaxtarár þar sem öllu hans var kastað í sviðsljósið? Algjörlega. Fékk hann að sama skapi öll forréttindin og hvert einasta tækifæri til að gera nákvæmlega það sem hann vildi? Já, það fékk hann.“ Það er engum blöðum um það að fletta að gríðarlega margt hefur verið lagt á söngvarann og því ekki að undra að ákveðnar leiðir geti orðið freistandi. Að sama skapi er gríðarstór hópur aðdáenda sem heldur með honum og þráir að sjá Biberinn blómstra í átt að fallegu og heilsteyptu lífi. Hollywood Geðheilbrigði Íslandsvinir Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Bieber var staddur á Íslandi á dögunum en yfirgaf landið í fyrradag eftir það sem hann sagði vera bestu ferð lífs hans á Instagram. Frá unglingsaldri hefur hann verið vinsælt viðfangsefni fjölmiðla sem voru sérstaklega oft óvægir við ungan Bieber sem var að reyna að finna út úr lífi sínu sem heimsfrægur einstaklingur. Blaðamaður gerir hér tilraun til að stikla á stóru og fara stuttlega yfir hæðir og lægðir Bieber. Leið eins og öllum væri sama um veikindin Bieber, sem er fæddur árið 1994, var uppgötvaður af umboðsmanninum Scooter Braun þegar hann var fjórtán ára gamall. Hann flutti ásamt móður sinni frá Kanada til Hollywood. Stórstjarnan Usher tók hann undir sinn verndarvæng og Bieber skrifaði undir hjá RBMG Records. Í dag á hann að baki ótal marga ofursmelli og uppseld tónleikaferðalög um allan heim. Lagið hans Baby sem kom út árið 2010 hefur skrifað sig í sögubækurnar og heldur áfram að trylla unglinga kynslóð eftir kynslóð. Í það minnsta tíu lög úr smiðju Biebers eru með yfir milljarð spilanna á streymisveitunni Spotify og 80 milljón einstaklingar hlusta á hann þar mánaðarlega. Þrátt fyrir gríðarlega mikla velgengni og ótal margra drauma sem rættust hefur líf Bieber sannarlega ekki verið dans á rósum. Hann hefur glímt við bæði andleg og líkamleg veikindi, greindist með taugasjúkdóm árið 2022, hefur verið háður fíkniefnum og dottið niður í djúpa dali en oftar en ekki tekist að tjá sig að einhverju leyti um raunir lífsins í gegnum textasmíð sína. Árið 2020 gaf Bieber út lagið Lonely sem hann vann með pródúsernum Benny Blanco. Smá kaldhæðnislegt þar sem Blanco er nú með Selenu Gomez sem var fyrsta ást Bieber en margir aðdáendur þeirra beggja telja Selenu enn í dag vera stóru ástina í lífi hans. En lagið er með því einlægara sem Bieber hefur nokkurn tíma sent frá sér og syngur hann meðal annars: „Allir þekkja fortíð mína núna, eins og húsið mitt sé gert úr gleri. Og kannski er það verðmiðinn á frægðina og peningana sem þú fékkst svo ungur. Allir sáu hvað ég var veikur og mér leið eins og öllum væri drullu sama. Þau gagnrýndu það sem ég gerði sem lítill krakkakjáni.“ Flókið og mjög opinbert ástarlíf Bieber hefur verið við margan kvenmanninn kenndur í gegnum tíðina en tvær konur standa þar þó upp úr. Selena Gomez og eiginkona hans Hailey Bieber. Justin Bieber með æskuástinni Selenu Gomez. Christopher Polk/Getty Images for ESPN Selena og Bieber byrjuðu upphaflega saman árið 2010 þegar Bieber var sextán ára og Selena átján. Sambandið varði í átta ár með mörgum hléum og var Bieber þar á meðal ásakaður fyrir að hafa nokkrum sinnum haldið fram hjá. Þó héldu margir aðdáendur að þau ættu alltaf eftir að enda sem par. Justin og Hailey byrjuðu að stinga saman nefjum árið 2015 og áttu sömuleiðis eftir að vera fram og til baka í sambandinu í nokkur ár. Eftir að hann og Selena hættu saman um vorið 2018 byrjar Justin fljótlega að hitta Hailey, sem endar á því að þau trúlofa sig í júlí og eru orðin hjón um haustið með lítilli athöfn. Í september 2019 héldu þau svo gríðarstóra brúðkaupsveislu. Í ágúst í fyrra eignuðust þau svo frumburð sinn, soninn Jack Blues Bieber. Þrátt fyrir að vera bæði gift og eiga barn saman eru þrálátar raddir sem bæði segja að Bieber elski alltaf Selenu og að Hailey og Selena séu svarnir óvinir. Það gekk svo langt að aðdáendur Selenu voru farnir að hóta Hailey öllu illu og sögðu Hailey hafa stolið Justin frá henni. Selena fór þá á Instagram og bað fólk vinsamlegast um að láta Hailey vera. Handtekinn og fann Jesú Árið 2016 hélt Justin Bieber tónleika á Íslandi og það virtist þungt yfir honum. Hann var óhræddur við að vera berskjaldaður og talaði um að upplifa oft að lífið væri tilgangslaust og of yfirþyrmandi. Blaðamaður gleymir þessum tónleikum seint því hann gekk út af þeim með svolítinn hnút í maganum yfir andlegri heilsu tónlistarmannsins. Tveimur árum fyrr þegar Bieber var nítján ára gamall var hann handtekinn fyrir akstur undir áhrifum. Hann hefur rætt þær raunir opinskátt en fyrir fjórum árum birti hann mynd frá því hann var handjárnaður og skrifaði meðal annars: „Fyrir sjö árum var ég handtekinn, ekki mín besta stund. Ég er ekki stoltur af því hvar ég var staddur í lífinu. Ég var í sárum, óhamingjusamur, ringlaður, reiður, misleiddur, misskilinn og reiður út í guð. Guð hefur komið mér langt áfram og var eins nálægt mér þarna.“ Kappinn fann jesú og guð og var meðal annars meðlimur í kirkjunni sem mætti jafnvel kalla sértrúarsöfnuðinn Hillsong Church sem hefur verið umdeild, en meðal annars hafa sóknarmeðlimir staðið upp og ásakað leiðtoga kirkjunnar um kynferðisofbeldi. Bieber var náinn prestnum Carl Lentz sem var eins konar trúarlegur leiðtogi Bieber, sem sagði að Lentz væri eins og annar faðir sinn. Lentz var að lokum rekinn úr kirkjunni eftir ásakanir á hendur honum varðandi einelti, kynferðisofbeldi og annað. Árið 2021 gáfu Bieber hjónin út tilkynningu að þau hefðu sagt sig úr kirkjunni. Þau tilheyra nú kirkjunni Churchome sem hefur líka orð á sér að vera sértrúarsöfnuður og eyðir Bieber nú miklum tíma með prestnum Judah Smith. Justin Bieber og P. Diddy Fljótlega eftir að Bieber fluttist til Hollywood fór hann að eyða tíma í kringum athafnar- og tónlistarmanninn P. Diddy, jafnan þekktur sem Sean Combs. Combs situr nú í fangelsi svo eftir hefur verið tekið. Meint brot hans fela meðal annars í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota en réttarhöld yfir honum hófust í gær. Út frá þessu hafa ýmsar raddir farið á kreik um meinta vináttu Bieber og Diddy og hafa margir áhyggjur af því að eitthvað hræðilegt hafi þar átt sér stað. Það er augljóst að á fyrstu árum tónlistarferilsins eyddi Bieber miklum tíma með Diddy. Þar á meðal birti kornungur Bieber myndband á Youtube fyrir fimmtán árum af sér og Diddy. Þar ræða þeir það að eyða klikkuðum 48 klukkutímum saman og Diddy segist hafa forræði yfir Bieber þessa tvo sólarhringa. Árið 2014 þegar Bieber var um tvítugt deildi raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian því að hún hafi verið í teiti hjá Diddy þar sem allir voru hálfnaktir og að Bieber hafi verið meðal gesta. Í ljósi ásakanna á Diddy undanfarið er því ekki að undra að margir hafi velt fyrir sér þessari sérstöku vináttu í nýju ljósi. Bieber virðist svo hafa fjarlægt sig frá Diddy og er meðal annars til myndband þar sem Diddy spyr Bieber í ásökunartón hvers vegna hann sé hættur að heyra í sér. Lag sem virtist vera sungið af Bieber ýtti að sama skapi undir þessar hugmyndir en í ljós kom að gervigreindin var á bak við það. Í laginu syngur rödd nauðalík Bieber: „Ég týndi sjálfum mér í Diddy partýi. Var þar fyrir nýjan Ferrari en kvöldið kostaði mig mikið meira en sál mína.“ Reykjandi jónu á Íslandi Justin Bieber yfirgaf Ísland á mánudag eftir góða dvöl að hans sögn þar sem hann hélt sig meðal annars á glæsihótelinu Deplum Farm og samdi tónlist í góðra vina hópi. Hann hefur birt ótal margar myndir af ævintýrum sínum hérlendis, þar á þyrluskíðum og myndasyrpu af sjálfum sér að reykja jónu. Í febrúar birti Bieber myndband af sér á Instagram þar sem hann rappaði um að vera í vímu og þúsundir manna lýstu yfir áhyggjum sínum í athugasemdum við færsluna. Um 110 milljónir manna hafa séð myndbandið. Vinir Bieber eru að sama skapi sagðir hafa miklar áhyggjur af honum, peningaeyðslu hans og fíkniefnaneyslu þessa dagana. Samkvæmt Page Six herma heimildir tímaritsins að Bieber sé með fá verkefni þessa dagana og eyði gríðarlegum fjárhæðum í ferðalög með einkaþotum, í partýstand og annað. Þá eru stöðugur orðrómur að hjónaband hans standi höllum fæti en alltaf virðist Hailey þó standa með sínum manni, þrátt fyrir að hann virðist töluvert fjarverandi í fjölskyldulífinu. Áður en þau eignuðust Jack ýjaði hann að því að vera gríðarlega spenntur fyrir barneignum, jafnvel spenntari en eiginkona hans. Aðdáendur hans tóku þó eftir því að hann virtist alveg fjarverandi um páskana þegar Hailey birti myndir af sér og Jack. Bieber hjónin í febrúar. Raymond Hall/GC Images Bieber og Scooter Braun slitu tengslum eftir fimmtán ára samstarf á síðasta ári. Að sama skapi hefur orðið mikil breyting á teymi Bieber og margir af hans nánustu samstarfsaðilum síðastliðin ár eru nú farnir. Þá segir tímaritið Page Six að Bieber sé í staðinn alltaf að verða nánari prestnum sínum Judah Smith. „Justin er farinn að bæta Judah við í ýmsar valdastöður. Hann er að kaupa 300 þúsund dollara Rólex úr handa honum og alls konar fleira. Allir í kringum Justin núna eru hluti af þessari kirkju,“ segir heimildarmaður Page Six. Hann hefur fjalægt sig frá fleiri vinum. Tíska átti hug og hjarta Biebers lengi en hann var einn aðal maðurinn á bak við tískumerkið Drew House. Í apríl birtist frétt um að hann hefði algjörlega fjarlægt sig frá merkinu eftir að hafa stofnað það árið 2019 með þáverandi stílista sínum Ryan Good. „Drewhouse tengist mér og minni fjölskyldu ekki á neinn hátt. Ef þú vilt rokka með mér, manneskjunni Justin Bieber, ekki þá eyða pening í Drew House,“ skrifaði Bieber á Instagram en eyddi síðar færslunni. Óhræddur við að tjá sig og margir áhyggjufullir Bieber missti afa sinn í apríl og birti í kjölfarið færslu til minningar honum á Instagram. Þar skrifaði hann meðal annars: „Ég get ekki beðið eftir að hitta þig bráðlega í himnaríki.“ Í mars birti hann færslu á Instagram þar sem hann skrifar: „Ég held ég hati sjálfan mig stundum þegar mér líður eins og ég sé ekki ég sjálfur. Svo man ég að við erum öll látin hugsa stöðugt að við séum ekki nóg en ég hata samt alltaf þegar ég breyti mér til að þóknast fólki.“ Samdægurs skrifaði hann aðra færslu þar sem hann sagðist vera með reiðivandamál en langaði að vaxa og læra betri viðbragðstíma. Í grein Page Six um kappann er haft eftir ónafngreindum vini Bieber að mörgum þyki mikilvægt að söngvarinn taki ákvörðun um að fullorðnast og bera ábyrgð. „Hann er ekki barn. Hann er fullorðinn maður sem á barn. Fullorðinn maður sem er giftur. Átti hann erfið uppvaxtarár þar sem öllu hans var kastað í sviðsljósið? Algjörlega. Fékk hann að sama skapi öll forréttindin og hvert einasta tækifæri til að gera nákvæmlega það sem hann vildi? Já, það fékk hann.“ Það er engum blöðum um það að fletta að gríðarlega margt hefur verið lagt á söngvarann og því ekki að undra að ákveðnar leiðir geti orðið freistandi. Að sama skapi er gríðarstór hópur aðdáenda sem heldur með honum og þráir að sjá Biberinn blómstra í átt að fallegu og heilsteyptu lífi.
Hollywood Geðheilbrigði Íslandsvinir Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira