Spútnik fimmtíu ára Óli Tynes skrifar 19. september 2007 11:26 Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta Erlent Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta
Erlent Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira