Íslenska kvennalandsliðið sigraði í gær Serbíu í undankeppni EM 2009. 5976 áhorfendur mættu á völlinn og aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik hjá kvennalandsliðinu. Stelpurnar sigruðu leikinn 5-0 og eru nú á toppi riðilsins með 9 stig eftir 3 leiki.
Það var greinilegt að stuðningurinn kveikti í landsliðinu því að strax á þriðju mínútu skoraði Dóra Magnúsdóttir með glæsilegum hætti. Dóra bætti svo við öðru marki fyrir leikhlé og staðan því 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu Katrín Jónsdóttir og Margrét lára Viðarsdóttir við mörkum áður en leikmaður Serba skoraði fimmta markið sem gulltryggði sigurinn.
Stemningin á vellinum var glæsileg og voru sigursöngvar sungnir í leikslok.