Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL.
Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. Tugir þúsunda atkvæða eru send á öruggan hátt með DHL á hverju ári.
Fréttatilkynningu fyrirtækisins má nálgast hér fyrir neðan.