Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. maí 2007 12:18 MYND/Sigurður Jökull Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins. Kosningar 2007 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Sjá meira