Guðjón Arnar segist þokkalega sáttur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. maí 2007 12:18 MYND/Sigurður Jökull Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins. Kosningar 2007 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist þokkalega ánægður með útkomu kosninganna. Flokkurinn heldur sama þingmannafjölda og fyrir kosningarnar þó töluverðar breytingar verði á þingliðinu. Flest atkvæði eru á bakvið hvern einstakan þingmann flokksins af öllum þingflokkunum. „Við höldum okkar fjölda þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að okkur," segir Guðjón. Þingmennirnir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson náðu ekki kjöri en í stað þeirra koma inn á þing þeir Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson. Á kjörtímabilinu sem var að líða yfirgaf Gunnar Örlygsson þingflokkinn en seinna gekk Kristinn H. Gunnarsson til liðs við frjálslynda. Guðjón segist viss um að þeir Magnús og Sigurjón eigi eftir að halda áfram í stjórnmálum þrátt fyrir að detta út af þingi. „ Þetta eru ungir og efnilegir menn sem eiga framtíðina fyrir sér," segir hann. Aðspurður um hvernig næstu dagar komi til með að þróast segist hann gera ráð fyrir því að Geir Haarde muni fara sér hægt. „Ég geri ráð fyrir því að Geir taki sér tíma í að velta þessu fyrir sér. Framsóknarflokkurinn fær hins vegar mikinn skell og miðað við yfirlýsingar formannsins og fleiri leiðtoga flokksins er ekki hægt að draga ályktanir um að þeir ætli sér að starfa áfram í þessari ríkisstjórn", segir Guðjón Arnar. „En þetta skýrist fyrr en síðar og það eiga allir eftir að ræða við alla." Að sögn Guðjóns er greinilegt að flokkurinn sé að festa sig í sessi þrátt fyrir spár um annað „Við erum greinilega að festa okkur í sessi, komum út á sama stað og síðast, og vantar bara örfá atkvæði til að ná fimmta manni inn. Við erum eina ferðina enn að lenda í því að vera sá flokkur sem er með flest atkvæði á bak við hvern þingmann, en svona er kerfið bara og lítið við því að segja." 3308 atkvæði eru á bakvið hvern þingmann flokksins.
Kosningar 2007 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent