Allt útlit fyrir að stjórnin haldi velli - Jón Sigurðsson inni á þingi 13. maí 2007 06:44 MYND/Valgarður Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn Kosningar 2007 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Allt útlit er fyrir að ríkisstjórnin haldi velli með minnsta mun, 32 þingmönnum gegn 31 stjórnarandstöðunnar þegar búið er að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sem verið hefur úti í alla nótt er kominn inn. Róbert Marshall úr Samfylkingunni er hins vegar á leið út og Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, kemur í hans stað í Suðurkjördæmi sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Lokið var við að telja atkvæði í Suðurkjördæmi á sjöunda tímanum en þar kusu 25.789 af 30.592 og var kjörsókn því um 84 prósent. Framsóknarflokkurinn féll 18,7 prósent atkvæða og tvo menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn bætti einum manni við sig og fékk fjóra. Fylgi flokksins reyndist 36 prósent í kjördæminu. Frjálslyndir hlutu 7 prósent atkvæða og því komst Grétar Mar Jónsson á þing. Samfylkingin tapaði hins vegar tveimur mönnum og fékk 26,7 prósent í kosningunum og tvo menn. Róbert Marshall er ekki inni en hann hefur verið það í allt kvöld og nótt. Vinstri græn fengu 9,9 prósent og einn mann en Íslandshreyfingin náði ekki inn manni með 1,7 prósenta fylgi. Um 25 prósenta útstrikanir voru á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Síðustu tölur lágu einnig fyrir í Norðausturkjördæmi nú á sjöunda tímanum og þar fengu framsóknarmenn 24,2 prósent og eru með tvo menn miðað við nýjustu tölur. Hins vegar fær Sjálfstæðisflokkurinn 28 prósenta fylgi og þrjá menn og Samfylkingin fær einnig þrjá menn með 20,8 prósenta fylgi. Vinstri gærn fá inn tvo menn með 19,6 prósent. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Íslandshreyfingin náðu inn manni, frjálslyndir með 5,9 prósent og Íslandshreyfinging 1,2. EF horft er til landsins alls hefur: Framsókn (B) - 11,9% - Átta þingmenn Sjálfstæðisflokkur (D) - 36,6% - 24 þingmenn Frjálslyndi flokkurinn (F) - 7,2% - Fjórir þingmenn Íslandshreyfingin (I) - 3,3% - Enginn þingmaður Samfylkingin (S) - 26,9% - 18 þingmenn Vinstri grænir (V) - 14,3% - Níu þingmenn
Kosningar 2007 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira