Ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í því að segja af sér 13. maí 2007 02:35 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Kosningar 2007 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði á kosningavöku Stöðvar 2 í nótt að ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér en hún er fallin samkvæmt nýjustu tölum. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í sjónvarpssal nú á þriðja tímanum. Þar benti Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, á að flokkurinn ætti fyrsta mann í öllum kjördæmum og að flokkurinn hefði afgerandi forystu í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Útkoma flokksins væri mjög góð. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði það sem hann hafði sagt fyrr í kvöld að Framsókn væri á leið út í ríkisstjórn. Þú þyrfti flokkurinn að fara í endurskoðun. Flokkurinn hefði lent í éljum en hann myndi ná vopnum sínum. Flokkurinn myndi þó ekki víkjast undan ábyrgð. Aðspurður sagði Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. Hann hefði verið í framboði til þess embættis heldur til þings í Norðausturkjördæmi. Hann væri hins vegar kandídat til forystu fyrir flokkinn ef stjórn yrði mynduð með aðild flokksins. Sagði hann jafnframt að Geir ætti að biðjast lausnar fyrir ríkisstjórnina. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, var spurður hversu traust Kaffibandalagið væri og hvort Samfylkingin og Vinstri græn myndu frekar ræða við Framsókn en frjálslynda um myndun ríkisstjórnar. Guðjón sagðist ekki kannast við slíkt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði ekki tímabært að mynda ríkisstjórn fyrr en búið væri að telja öll atkvæði. Ef stjórnarandstaðan felldi ríkisstjórnina myndi hún ræða saman en það gæti hvað sem er gerst í kosningum. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði göngu flokksins rétt að hefjast og hún myndi halda áfram alla umhverfisöldina. Ómar benti á að flokkurinn hefði fengið þingmenn ef fimm prósenta reglan væri ekki í gildi og átaldi hann kerfið vegna þess. Spurði hann jafnfram hvort engin endurnýjun mætti eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Kosningar 2007 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira