Deilt um auglýsingar á kjörstað 12. maí 2007 19:56 Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó. Kosningar 2007 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Mikið stapp hefur staðið yfir í Njarðvík í allan dag vegna auglýsinga Sjálfstæðisflokksins í félagsheimili flokksins. Auglýsingarnar voru sýnilegar frá kjörstað og slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. Nú fyrir stundu voru auglýsingarnar fjarlægðar en Samfylkingarmenn í Reykjanesbæ eru ósáttir við það sem þeir kalla seinagang í málinu. Ottó Jörgensen yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ segir að málið sé leyst. „Þetta snýst um að kjörstaðurinn í Njarðvík er í 250 m fjarlægð frá félagsheimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Þar voru auglýsingar frá sjálfstæðismönnum í gluggum sem sáust frá kjörstað." „Við funduðum um málið og komumst að þeirri niðurstöðu að merkingarnar skyldi taka niður og það hefur nú verið gert." segir Ottó. Kjartan Sigtryggsson, starfsmaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ er afar ósáttur við vinnubrögðin í málinu. „ Í gær höfðum við samband við formann kjörstjórnar á svæðinu, og bentum honum á merkingarnar í Njarðvík. Hann lofaði að koma því áleiðis. Þegar ekkert hafði gerst á hádegi í dag hafði ég samband við lögregluna. Það er klárt að það má ekki auglýsa á kjörstað og þetta er því brot á lögum," segir Kjartan. Ottó segir eðlilegar skýringar á seinaganginum. „ Við höfðum samband við yfirkjörstjórn og óskuðum eftir leiðbeinandi úrskurði. Sá úrskurður kom ekki fyrr en seint í dag. Þegar sú niðurstaða kom þá fórum við í vettvangskönnun eins og fyrirmæli voru um frá yfirkjörstjórninni. Síðan funduðum við aftur og niðurstaðan varð á þessa leið. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma fyrir aftur." Kjartan er líka afar ósáttur við þá staðreynd að Ottó Jörgensen, skuli vera yfirmaður kjörstjórnar í Reykjanesbæ, þar sem hann eiginkona hans, Björk Guðjónsdóttir, skipar fjórða sætið á lista sjálfstæðismanna, sem telst vera baráttusæti. Ottó segist hafa kannað þetta sérstaklega fyrir kosningar og segir engin lög mæla á móti því að hann gegni starfanum. „Ég kannaði það lagalega og í kosningalögum er tekið á þeim málum. Þeim sem eru í framboði er ekki heimilt að taka þátt í kjörstjórn en ég er ekki í framboði. Lögfræðingar segja mér að þetta sé allt í lagi," segir Ottó.
Kosningar 2007 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira