Mikil hreyfing á kjósendum samkvæmt könnunum 11. maí 2007 12:03 Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag. Kosningar 2007 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Mikil hreyfing er á kjósendum samkvæmt þeim skoðanakönnunum sem birst hafa undanfarna daga. Capacent Gallup mælir minni fylgisaukningu við Samfylkinguna en Félagsvísindastofnun og mælir Framsóknarflokkinn með meira fylgi en Félagsvísindastofnun gerir. Dagblöðin og stóru rannsóknarfyrirtækin Félagsvísindastofnun og Capacent Gallup dæla daglega frá sér könnunum þessa dagana. Kannanir Blaðsins og Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að mæla fylgi Sjálfstæðisflokksins mjög hátt, en í Blaðinu í dag er hann með tæplega 45 prósenta fylgi og rúmlega 42 prósenta fylgi í könnun Fréttablaðsins. Að öðru leyti eru blöðin ekki langt frá rannsóknarfyrirtækjunum þótt þau mæli Samfylkinguna yfirleitt með minna fylgi en rannsóknarfyrirtækin. En skoðum þá síðustu tvær kannanir frá Capacent Gallup annars vegar og Félagsvísindastofnun fyrir Stöð 2 hins vegar. Miðvikudaginn 9. maí er mikill munur á fylgi Framsóknarflokksins á milli þessara tveggja fyrirtækja. Félagsvísindastonun mælir Framsókn með 8,6 prósent en Gallup 14,6 prósent. Fylgi sjálfstæðismanna er minna þennan dag hjá Gallup en Félagsvísndastofnun. En Félagsvísindastofnun mælir Samfylkinguna þá með mun meira fylgi en Gallup gerir, þar munar fjórum prósentustigum. Sömuleiðis metur Félagsvísindastofnun Vinstri græna sterkari en Gallup gerir en minna munar á fylgi annarra flokka. Hinn 10. maí, á fimmtudag, er enn munur á fylgi Framsóknarflokksins milli fyrirtækjanna og munar þar um þrjá þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn lækkar í fylgi hjá Félagsvísindastofnun en stendur í stað hjá Gallup og bæði fyrirtækin mæla Samfylkinguna með eins prósentustiga aukningu en engu að síður er enn töluverður munur á milli fyrirtækjana hvað hana snertir. Vinstri grænir standa í stað hjá Félagsvísindastofnun en bæta við sig rúmu prósentustigi hjá Gallup sem færir þeim viðbótarþingmann miðað við fyrri könnun Gallup. Sveiflan hjá Framsóknarflokknum er allt frá 8,6 prósentum hjá Félagsvísindastofnun á miðvikudag til 14,6 prósenta hjá Gallup sama dag, hjá Samfylkingunni allt frá 25,1 prósenti hjá Gallup á miðvikudag til 30,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun í gær og hjá Vinstri grænum er sveiflan 14,5 prósent hjá Gallup á miðvikudag til 16,2 prósenta hjá Félagsvísindastofnun þann sama dag.
Kosningar 2007 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira