
Körfubolti
Arnar Freyr og Jón Norðdal framlengja við Keflavík

Leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur en hann hefur leikið með liðinu síðan árið 2000. Félagi hans Jón Norðdal Hafsteinsson hefur einnig framlengt við Keflvíkinga. Þetta kom fram á vef Keflavíkur í dag.