Baráttusamtök aldraðra og öryrkja eru hætt við að bjóða fram í komandi alþingiskosningum. María Óskarsdóttir, efsti maður á lista framboðsins í Norðausturkjördæmi, staðfesti þetta fyrir nokkrum mínútum.
Að sögn Maríu er skýringin sú að ekki er fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að bjóða fram. Hún segir að þetta séu mikil vonbrigði.
Upprunalega ætluðu samtökin að bjóða fram lista í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar. Vegna veikinda og misskilnings náðu samtökin hins vegar bara að skila inn framboðslista í Norðausturkjördæmi áður en frestur rann út.